Peningar 101 fyrir nýja þingmenn.

Til hvers er gjaldmiðill í hagkerfi nútíma þjóðar.

Í hagkerfi nútíma þjóðar er gjaldmiðillinn fyrst og fermst mælikvarði á þjóðarauðinn (verðmiði). Þeir sem búa til verðmæti í hagkerfinu fá greitt fyrir í peningum og eftir því sem meira er búið til af verðmætum eykst heildar virðið og þannig verður til það sem kallað er hagvöxtur. Í nútíma hagkerfum er ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans (Þjóðarinnar) um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna. Eigendur gjaldmiðils geta tæknilega gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þetta er það sem kallast fiat peningar.

Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn (skiptir miklu máli að skilja þetta) þetta er gert með því að gefa út skuldaviðurkenningar eða peninga gegn traustum veðum í einhverju því sem þegnar hagkerfisins sýsla við. Dæmi: Bóndi sem ræktar land eykur framleiðni landsins og verðmæti og þar með er hægt að fá meir peninga lánaða gegn veði í landinu sem telst þá vera peningaprentun geng traustu veði (fiat peningar). 

Vegna þess að hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og evrusamstarfið og heimskreppan 2008. Þegar á heildina er litið held ég samt að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með.

Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar  (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki að minnstakosti sem því nemur, til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri (verðhjöðnun) þarf að gefa út 100 einingar í viðbót. Þetta er einfalt með fiat gjaldmiðli, einfaldlega gefa út skuldaviðurkenningar (lána gegn veðum) sem því nemur enda eru traust veð fólgin í manauðnum. Þetta er ekki hægt með gullfæti, þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla (flytja inn gull) við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Og hér skiptir máli að skilja að myntráð sem er á stefnuskrá stjóramálafloks Benedikts Jóhannessonar er eðli sínu það sama og gullfótur þar sem gjaldmiðillinn á alltaf að vera skiptanlegur yfir í eitthvað annað, gull eða annan gjaldmiðil. Ríkisjóður verður þá að stækka gullforðann til að bóndinn geti fengið lánið samanber dæmið um bóndann hér ofar.

Vandamálið (og kosturinn) við að gefa út eigin (fiat) gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hana, en mönnum hættir til að gefa út of mikið (lán gegn lélgum veðum) sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar hlýtur hún að standa verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar. 

Hverjir eru kostir eigin fiat gjaldmiðils (gjaldmiðill án gullfótar eða myntráðs):

Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. (Dæmið um bóndann) Annað dæmi er lífeyrissjóðirnir þar sem  hluti launaveltu í landinu er settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa íslensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti sem að rökstyðja má með því að benda á að þjóðarauður að meðtöldum lífeyrisjóðum hefur vaxið mikið á síðustu öld þrátt fyrir viðvarandi neikvæðan viðskiptahalla.

Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, og þannig stuðla að því að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægt ef ekki mikilvægasta hagstjórnartækið.

Hverjir eru gallar eigin gjaldmiðils:

Gjaldmiðilsútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á fé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að öllu jöfnu virðist minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra (fjölgað í fimm í tíð Jóhönnustjórnarinnar 2009-2013 en heita eitthvað annað en seðlabankastjórar)

Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við íslendingar hljótum að þurfa að taka á meðfram losun núverandi hafta.

 

 


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvo vinstristimpilinn af ?

Þau boðuðu alla Kommaflokkana til fundar um myndun ríkisstjórnar fyrir kosningar og útilokuðu svo samstarf við hægriflokka.

Að afneita sjálfum sér er ekki gott veganesti fyrir stjórnmálaflokk.

 

 


mbl.is Hefði átt að þvo vinstristimpilinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sporgöngumenn eru sjaldan nothæfir í annað en að vera sporgöngumenn

Þeir sem sjá Sigmund Davíð sem mann átaka og ósættis sjá ekki heiminn í kring um sig í samhengi. Átökin sem Sigmundur hefur staðið í hafa flest verið við fólk sem stefndi sjálfu sér og öðrum til glötunar með heimsku. Hann varð einfaldlega að taka slaginn við óvitana til að koma í veg fyrir stór slys í málefnum eins og Icsave, skuldaleiðréttingunni og afléttingu hafta, þetta varð að gera, menn ættu sjá það núna. 

Vandi framsóknarflokksins er sá að hann er fullur af sporgöngumönnum sem sjá ekki stóru myndina og halda að þeir geti gengið á undan eins og Sigmundur hefur gert. Sigurður Ingi og fleiri í framsókn eru í raun staðnaðir sporgöngumenn sem nú ná aðeins að fylgja í kjölsoginu eftir Sigmund. Ég tel að ef Sigmundar hefði ekki notið við væri framsókn á svipuðum slóðum og Samfylkingin og Björt framtíð. 

Það sem er samt merkilegast við þetta er að Bjarni Ben hefur ekkert gert að viti nema það sem hann apaði alveg upp eftir Sigmundi. Hann sá alltaf nógu snemma að Sigmundur og hans menn voru með sterkar lausnir og nýtti sér það. Hann er svo verðlaunaður af sínum flokk fyrir verk Sigmundar (þó það þurfi vissulega skynsemi til að sjá hvort lausnir eru góðar) en Sigmundur smánaður af heimskingjum í sínum flokk.

 


mbl.is Átök meginstef ferils Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband