Samningamaður andskotans ?

Stórkallalegar fyrirfram kröfur í fjölmiðlum eru ekki líklegar til að skila samningum og stórskaða það samningaferli sem framundan gæti verið.

Katrín er ekki svo vitlaus að vita þetta ekki. 

Ég held því að hún sé í raun ekki að fara í stjórn með D. Baklandið í flokknum leyfir það einfaldlega ekki og þau mundu setja flokkinn á anna endann ef af þessu yrði. VG verður sennilega ekki stjórntækur flokkur fyrr en gömlu kommarnir eru allir dauðir.

Breið stjórn er sennilega meiri séns með Samfylkingu úr þessu þó ekki sé það líklegur kostur.  

"Siðbótin" sem fólst í því að ljúga sakir upp á saklaust fólk og herkja það úr starfi ítrekað  til að koma vinstrisinnuðum stjórnvöldum að er einfaldlega ekki að ganga í kjósendur. Þeir höfnuð þessari aðferðafræði í kosningum 2016 og 2017. Stjórnin til hægri, DBMF er það rökrétta í kortunum. 


mbl.is Þreifingar við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband