Leikhús

Ég veit upp á hár hvað ég hef farið oft í leikhús um mína daga. Fimm sinnum, fyrsta sýningin var Kardemommubærinn þá var ég um 5 ára, ég held að mig hafi fundist gaman en man það samt ekki glöggt. Farm að þrítugu fór ég á næstu fjórar sýningar ég man að mér fannst þær allar hrútleiðinlegar, tvær voru sýndar í Borgarleikhúsinu og tvær í Þjóðleikhúsinu. Undanfarin 15 ár hef ég ekki farið í leikhús. En ég hef unnið nokkuð að tæknimálum í leikhúsi á þessum tíma, hannað véldrifna hluti og veit ráðgjöf við burðarþolhönnun í sviðsmyndum. Þannig hef ég ef til vill öðlast sýn á heim leikhússins sem fáir hafa.
Ég hef séð leikara á lágum launum frá ríkinu leggja á sig mikla vinnu við ömurlegar aðstæður í ónýtum húskofum og uppskera jafnvel bara skítkast fyrir og halda samt ótrauðir áfram í næsta verk. Ég hef horft á 30 manna hóp leikara beinlínis hlaupa fyrir björg í verki sem að mínum dómi átti ekki nokkurn möguleika á að verða áhugavert fyrir nein nema höfund þess(sem var svo raunin). Þeir mætu á æfingar, öskruðu, góluðu og veltu sér upp úr skít og engum fannst það gaman nema þeim sjálfum.
Niðurstaða: Bein opinber rekstur í leikhúsi eins og framkvæmdin er hérlendis étur það innanfrá með því að halda á floti hæfileikalausu fólki í greininni og eyðilegur þannig möguleika alvöru leikara og leikstjóra á að hafa sómasamlega afkomu í greininni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband