Vandamálið og lausnin. "Yfirlit"

Vandamálið.

Vandamálið er i stuttu mál, að kaupsýslumenn hafa blásið upp veðhæfi huglægra eigna og þannig framleit peniga (eignir og skuldir) mjög óhóflega undanfarin ár.

Lausnin.

Lausnin fellst í því að eyða þessum penigum út úr hagkerfunum beggja vegna borðsins með því að afskrifa bæði eignir og skuldir.
En hvar liggja þessar stærðir allar. Hér heima er þetta í þremur megin bólum. Hlutabréfabólu, Kvótabólu og Fasteignabólu.

Hugsanlegar aðgerðir til lausnar vandans.

Hlutabréfabóluna er að nokkru verið að stinga á með uppgjöri bankanna en eftir situr fasteigna og kvótabólan. Kvótabóluna er hægt að stinga á með því að afturkalla kvótann í nokkrum þrepum sem veldur því að eitthvað af ofurskuldsettum útvegsfyrirtækjum færu í þrot með tilheyrandi afskriftum bæði innlendra og erlendra skulda þeirra.  Koma þifti á einhverskonar leigukvótakerfi í staðinn sem byggðist upp á því að sveitarfélögin fái árlega úthlutað leigukvóta til ráðstöfunar samhliða opnu útboðskerfi. 
Fasteignabólan er sennilega erfiðust í þessu því á hana er erfit að stinga nema setja hálfa þjóðina í gjaldþrot. Til að komast hjá því væri hægt að afnema verðtryggingu að einhverju leit og fella þannig stórlega eignir fjármagnseigenda eins og  lífeyrisjóða, banka og íbúðalánasjóðs. þetta væri gert í ljósi þess að helmingur eigna þessara aðila eru í raun bólur því veðin eru í fasteignum sem hafa hrunið í verði og á þá bólur þarf að stinga, en mörgum virðist skorta skilning á því.  Leiðin í þessu er held ég að skipta um vísitölu fyrir fasteignaveðlán, setja vísitölu fasteignaverðs í staðin fyrir lánskjaravísitölu í fyrirfram ákveðin tíma til dæmis afturvirkt frá júní 2008 til júní 2011. Samhliða þessu þarf svo að endurfjármagna nýju bankana hressilega eins og fyrirhugað er að gera sem kæmi þá af stað verðbólgu en hún er jú allra meina bót í kreppu. Þetta verðbólguskot er í raun tækið sem hagkerfið þarf til að lækka raunvirði launa og peningaeigna í hagkerfinu en tækið virkar hinsvegar ekki á verðtryggðar krónur og því munu bólueignir lífeysjóða og banka í verðtryggðum krónum ekki fylgja með öllu hinu sem veldur því að hlutfallslega enn meiri auður safnast fyrir hjá þeim sem eiga þessar verðtryggðu krónur og vandi fyrirtækjanna og einstaklinganna sem skulda þessar krónur stækkar nema á verðtrygginguna verði höggið með einhverjum hætti.

Hugsanlegar aðgerðir til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur.

Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þarf í fyrsta lagi að breyta regluverki um eignarhald á fyrirtækjum þannig að ekki verði hægt að fela það. Og í annan stað að breyta regluverki um lánastofnanir þannig að ekki verði hægt að lána ónýtum félögum eða einstaklingum peninga án þess að lánveitandinn beri sjálfur beint tjón af, reynist fjárfestinginn léleg.

Einfalt. Smile


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, þetta er nokkurn veginn málið.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek undir greininguna, en er ekki endilega viss um lausnina nema sem algjöra skammtímalausn.

Marinó G. Njálsson, 22.2.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er ekki að reyna að finna upp nýtt hagkerfi sem virkar án þess að hætta sé á öðru efnahagshruni, heldur aðeins að benda á hvað er að í dag og hvað hægt er að gera til að fá hjólin til að snúast aftur. Ástæðan er sú að mér finnst menn of uppteknir af sérhagsmunum. Til dæmis eru tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna talsvert litaðar af því að það á að bjarga heimilunum án tillits til þess hvort hægt verður að reka lánastofnanir á eftir. Eins líta margir svo að eignir lífeysjóðanna séu heilagar þó ljóst sé að þær eru einn angi vandans (þær eru meiri en efni stóðu til um).

Guðmundur Jónsson, 22.2.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil frekar nota hluta af eignum lífeyrissjóðanna núna, þegar við þurfum nauðsynlega á þeim að halda, en seinna, þegar kreppan verður yfirstaðin. Bara mín persónulega skoðun...

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband