ÆÆ

Jóhanna talar um peninga eins og þeir séu ekki mannanna verk heldur eitthvað sem algóður guð eða evrópusambandið réttir okkur mannfólkinu ef við erum þeim þóknanleg.
Við erum í vondum málum með foringja sem skilur ekki hugtakið peningar.
mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að bíða eftir að heyra þetta alveg frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fóru frá völdum. Takk fyrir

Birkir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 16:57

2 identicon

Þvílíkur tvískinnungur hjá þér.

Peningar snúast um skuldbindingar og ef menn geta ekki staðið við þær þá eru þeir ekki hæfir í alþjóða samskiptum. Sýnist það vera eina lausnin sem einangrunarsinnar hafa í dag, henda skuldunum og fara snúa sér að því að herða þorskhausa. 

Ekki falleg framtíðarsýn það.

Það kemur alltaf að skuldadögunum, þeir eru núna hjá okkur.

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er sjálfsagt að borga sínar skuldir.

En ef bankinn þinn svindlar á þér með því að fella gengið og hækka með því erlendu lánin þín og líka þau innlendu. Þá er komið að bankanum að borga en ekki þér.

Maður á ekki að umbuna ræningjum.

Sigurjón Jónsson, 3.6.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það voru reyndar ekki bankarnir einir og sér, sem felldu gengið þó þeir hafi átt þar stóran hlut. Stjórnvöld áttu sinn hlut að máli þar með fáránlegri efnahagsstjórn síðustu árin.

Hvað bankana, sem þarna voru sökudólgar varðar þá eru þeir gjaldþrota. Það fæst því ekkert frá þeim upp í þessar skuldir. Ef þessi niðurfellingarleið verður farin þá lendir kosnaðurinn við það á skattgreiðendum og greiðsluþegum lífeyrissjóða en ekki bönkunum, sem "svindluðu" á viðskiptavinum sínum.

Kröfuhafarnir í þrotabú bankanna voru ekki að svindla á neinum. Það er því ekki hægt að láta þá borga brúsan eins og framsóknarmenn eru að reyna að halda fram. Reyndar væri það hægt ef hægt væri að sýna fram á svindl fyrir dómstólum þannig að þrotabú gömlu bankanna yrðu dæmd til að taka á sig þessar lækkanir. Þá myndu eignir í þrotabúum þeirra einfaldlega minnka, sem því nemur og þar með myndi kostnaðurinn lenda á kröfuhöfunum í þau þrotabú. Til þess þarf þó Hæstiréttur að dæma þrotabú gömlu bankanna til að taka á sig lækkanir á skuldum viðskiptavina sinna vegna forsendubrests eða sviksamlegs hátternis bankanna.

Sé þetta gert með lagasetningu munu kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna fara í mál við ríkissjóð og að öllum líkindum fá það dæmt til að greiða sér skaðann að mestu eða öllu leyti.

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband