Færsluflokkur: Bloggar
1.8.2020 | 13:43
Hvar er óvinurinn ?
Til að geta varist þarf að sjá og skilgreina óvininn. Kjósendur Katrínar eru ekki vissir hver það er í dag . Í þeirra huga er Austurþýski skammafæði-doktorinn, Angela Merkel eini vinurinn.
Pence, Pútin, Boris og Trump eru allt líklegir óvinir.
Kína hefur hefur sem kunnugt er boðið stjórnvöldum á Íslandi að vera með í Belti & braut verkefninu sem kostaða er af kínverska alþýðulýðveldinu. Engin opinber afstaða hefur verið tekin til þessa tilboðs sem er áð lámarki nokkur hundruð milljarða virði og Katrín er enn að hugsa málið.
Þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kom hér við í fyrra til að lýsa áhyggjum sínum af hugleiðingum hennar reyndi Katrín að gera sér upp erindi í útlöndum til a þurfa ekki að hitta hann, en hitt hann á endanum nauðbeygð, til að bjarga ríkisstjón sinni, allt frekar neyðarlegt.
Ég held raunar að Katrín vilji sjálf frekar samstarf til vesturs, en kjósendur VG eru flestir hliðhollari komunum í austri.
Barnalegir fordómar og vinstri öfgar kjósenda Katínar lita allar hennar gerðir.
![]() |
Mikilvægt að forðast hernað á norðurslóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2020 | 10:11
Skortur á aðlögunarhæfni hvítabjarna.
Árið 1950 voru hvítabirnir færri en 5.000 í dag eru þeir meira en 31.000. Í grafinu hér fyrir neðan er fjölgun þeirra plottuð við mælda hlýnun á norðurhveli jarðar síðastliðin 70 ár sem var samtals 0,8°C.
Þessi blaðgrein bendir sterklega til þess að mikill skortur geti verð á greind meðal blaða og vísindamanna í loftslagsgeiranum.
![]() |
Hvítabjörninn allur eftir 80 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.9.2021 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2020 | 10:51
Kayleigh McEnany ber af eins og gull af eir.
á þessum blaðmannfundinum hvítahússins, eldklár og gullfalleg. Hún er búin að rúlla upp þessum blaðamannafundum núna í 2 mánuði. En íslenskir fjölmiðlar sniðganga það og hættu að birta fréttir af fundunum eftri að hún tók við.
![]() |
Fauci orðinn skotspónn Hvíta hússins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2020 | 14:29
Skamast sín fyrir uppruna sinn og kennir hinum um.
Hér er á ferðinni klassísk dæmi um sjálfsfordóma. Svipaða þeim sem hrjá marga minnihlutahópa í Bandaríkjunum.
Alexandru gerir einfaldlega ráð fyrir því að allir telji hann þjófóttan því hann er Rúmeni. Þess vegna hafi þurft að taka það sérstaklega fram þegar lýst var eftir honum að hann væri hin vænsti maður og ekki þjófóttur þó hann hlýði ekki fyrirmælum um sóttkví. Fréttamaðurinn sem skrifar fréttina virðist líka hafa verið samála honum og viss um að Alexadru væri þjófur þangað til hann talaði við hann.
Manninum er vissulega vorkunn, en hvernig kemst svona þvæla í fréttir ?
![]() |
Við gerðum aldrei mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2020 | 11:44
Vísindi með PC ívafi
Í þessu svari er sagt að erfðir séu þáttur í því hve alvarlega fólk veikist af Sars.Cov2 smiti og vitnað í tvær rannsóknir sem báðar sýna mjög sterk tengsl. Einstaklingar í A blóðflokki eru til að mynda tvöfalt líklegri til að látast úr pestinni en þeir sem eru í O eða B og í tvíburaransókninni kemur fram skýr fylgni erfða við einkenni vægari smita.
En svo segir prófessor Arnar Pálsson í sínu svari að líklegt sé að fátækt og aðgengi að heilbrigðisþjónustu skýri þetta að mestu.
Gott og vel,
En þýðir það þá ekki bara að fátækt og aðgengi að heilbrigðisþjónustu er líka arfgengt ?
![]() |
Veirusýking er forsenda veirusjúkdóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2020 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2020 | 10:32
Sturluð samfélög og bókabrennur
Eingöngu sturlað samfélag á síðustu metrum hagsældar og menningar lætur bókabrennur viðgangast.
Erum við virkilega komin þangað ?
![]() |
Á hverfanda hveli fjarlægð úr streymisveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2020 | 20:39
Þetta hlýltur að vera falsfrétt.
Samkvæmt öllum fréttamiðlum þessa daga fá blökkumenn ekki nein tækifæri í USA,
En ef rétt reynist mun einhver hvítur foréttindapési sennilega stela bílum eða drepa Antonio áður en langt um líður.
![]() |
Fær bíl að launum eftir að hafa hreinsað eftir mótmælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2020 | 17:20
Þessi er hugrökk
![]() |
Útför George Floyds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2020 | 21:15
Ótrúlega einfaldir sóttvarna sérfræðingar.
Þessi rannsókn bendir einfaldlega til þess að minna en helmingur Svía geti smitast og dreift veirunni Sars.Cov.2. og mynda því aldrei mótefni. Ástæðan er óljós, gæti verið genisk eða bara sænskt mataræði. En af hverju allir þessir "sérfræðingar" fatta þetta ekki er mér algerlega hulin ráðgáta.
![]() |
Einungis 7,3% Stokkhólms myndað mótefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.5.2020 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2020 | 11:32
Pestar tölfræði.
Í dag 13. apríl eru 30 fylki Í Bandaríkjum Norður Ameríku með lægri dánartíðni en á íslandi. í þeim fylkjum búa 3/4 hlutar íbúa BNA.
Væri Ísland fylki í BNA mundi árangur í sóttvörnum fylkisins eflaust teljast ámælisverður af mörgum beturvitunum sértakleg ef tekið er tillit til þess að ísland er eyja í miðju Atlantshafi.
Sóttvarnir ganga hinsvegar mjög vel á íslandi, eftir að allar aðrar þjóðir lokuðu landmærum sínum sem sést vel á meðfylgjandi mynd. Ljóst má vera að hefðu íslendingar bara hlýt Víði væri pestin verulega útbreiddari hér.
Þetta breytir samt ekki því að á íslandi er komið upp költ sem heldur að íslenskir ríkisstarfsmenn sem hafa þurft að mæta í vinnuna undanfarnar vikur séu í þann mund að bjarga heiminum.
Ég tek fram að ég hef enga skoðun á því hvort Sænska eða S-Kóreu leiðin í sóttvörnum sé betri. Ég sé hinsvegar að báðar leiðirnar hafa sína kosti og kannski stærri galla.
Í grafinu hér að neðan eru plottuð dagleg smit á íslandi miðað við að allaf hefðu verið greind 1000 sýni á dag. 500 af LSH og 500 af ÍE. Þannig fæst einhver mynd af hraða smita á landsvísu á hverjum tíma. Greinilegt er að leitnin er mjög skýrt niður frá 20 mars. Toppurinn þar stafar sennilega af því að fram að þeim tíma eru að greinast einstaklingar sem smituðust fyrir hertar aðgerðir sóttvörnum eins og lokun landamæra og eitthvað var líka verið að spara sýnapinna á íslandi um það leiti.
![]() |
Yfir 22 þúsund látin í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)