Að ljúga fyrir málstaðinn hjálpar honum ekki.

Og skemmir gjarnan fyrir, jafnvel þó málstaðurinn sé göfugur (kynjajafnrétti í þessu tilfell)

Af heimasíðu verkefnisins.

""Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um Hag­stofu Íslands um launamun kynj­anna eru meðal­at­vinnu­tekj­ur kvenna 74% af meðal­at­vinnu­tekj­um karla. Kon­ur eru því með 26% lægri at­vinnu­tekj­ur að meðaltali. Sam­kvæmt því hafa kon­ur unnið fyr­ir laun­um sín­um eft­ir 5 klukku­stund­ir og 55 mín­út­ur miðað við full­an vinnu­dag frá kl. 9–17. Dag­leg­um vinnu­skyld­um kvenna er því lokið kl. 14:55,“ seg­ir á heimasíðu Kvenna­frís. 

Þetta er hrein og klár lygi og er ekki það sem stendur á vef hagstofunnar, Þegar talað er um 26%  er ekki tekið tillit til hvað mikil vinna er bak við launin og ekki heldur til stafsaldurs eða stöðu. 

Það sem hagstofan kallar óútskýrðan launamun er um 4,5 % í dag. 

Óútskýrðan launamun má svo líka skýra með því leiðrétta líka fyrir stöðu. Það er að segja. Finna launamun kvenna og karla í sömu stöðu innan sömu atvinnugreinar . Þegar það hefur verið gert kemur í ljós að konur hafa mjög sambærileg laun þar sem þær eru að vinna sömu störf og karlar á íslandi. Það sem hagstofan kallar óútskýrður launamunur er því kannski líka útskýranlegt ef vilji væri fyrir hendi.

 

 


mbl.is Gangi út fyrir sig og aðrar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband