28.1.2020 | 10:34
Um ætlað hraungos í Grindavík
Þessi mynd var birt með frétt um "væntanlegt" eldgos í Grindavík. Hún sýnir þau undirliggjandi gögn sem upphlaupið í Grindavík byggir á. Heildar hækkun lands er nú um 30 mm sem er ígildi um 0,002 rúmkílómetra. Rúmálsbreytingarnar í Bárðarbungu 2014 voru 1,5 rúmkílómetri og Holuhraun varð samtals 1,5 rúmkílómetrar, það er að segja, kvikan sem hreyfist til að búa til þessa kúpu í Grindavík er um það bil einn þúsundasti af Holuhrauni.
Það sem er kannski meira athyglisvert er að myndin sýnir að þarna ekki um hægar kvikuhreyfingar að ræða eins og voru í Kröflueldum eð Holuhrauni heldur er hér ljóslega öldu hreyfing sem orsakast af "sprengingu" eða atburð sem nær að búa til áhrif sambærileg því sem gerist þegar steinn fellur í sléttan vatnsflöt. Þarna er engu líkara en að bankað sé í jarðskorpuna að neðan.
![]() |
Jarðskjálfti 2,4 að stærð vestan við Þorbjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)