0,6% núna

Þýðir að núna eru 1200 manns "veikir" í  höfuðborginni að viðbættum þeim sem eru greindir sem gerir um 2500 manns núna.

Þessi rannsókn háskólans Padua á Ítalíu sýnir að sýktum einstaklingum fækkar mjög hratt þegar gripið er til sóttvarna  Þarna voru allir í 3000 mann bæjarfélagi greindir 6. mars og greindust þá 89 smit (3%) öll einkennalaus eða einkennalítil, sem öll voru set í einangrun. 14 dögum seinna voru allir greindir aftur og aðeins 6 voru enn með greinanlega sýkingu. 83 hafði þá "batnað" eða vor þeir kannski aldrei veikir ?

0,6% smit núna í Reykjavík þýðir samkvæmt þessu að nú þegar séu tugþúsunda íslendinga búnir að taka þessa sótt án þess að hafa hugmynd um það.

Ég áætlaði að um 5.000 íslendingar væru búnir að smitast 15. mars. Sennilega var það stórkostlegt vanmat.

Í grafinu hér að neðan eru plottuð dagleg smit á íslandi miðað við að allaf hefðu verið greind 1000 sýni á dag. 500 af LSH og 500 af ÍE. Þannig fæst einhver mynd af hraða smita á landsvísu á hverjum tíma. Greinilegt er að leitnin er mjög skýrt niður frá 20 mars. Toppurinn þar stafar sennilega af því að fram að þeim tíma eru að greinast einstaklingar sem smituðust fyrir hertar aðgerðir sóttvörnum og eitthvað var verið að spara sýnapinna um það leiti.

Dagleg-Smit-21000


mbl.is Aðeins 0,6% í slembiúrtaki smituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband