7.1.2010 | 09:34
Áfall fyrir ríkistjórnina
Vandi þessarar ríkistjórnar er sá að forusta hennar skilur ekki eðli Icesave deilunnar og samhengi hennar við fiat peningakerfi heimsins. Þeir sem skrifuðu þessa leiðara FT og Indipendent virðast hafa nægilegan skilning á þessu til að sjá stóru myndina en það gerði ríkistjórnin því miður aldrei og viss raunar ekki um hvað hún var að semja fyrr en of seint.
Það er ljóst öllum þeim sem skilja eðli deilunnar að eftir því sem fréttamenn og pólitíkusar verða upplýstari um málið vænkast hagur íslendinga. Ólafur Ragnar var búin að átta sig á þessu áður en hann synjaði lögunum og gat því verið nokkuð viss um að athyglin sem málið fengi yrði til bóta.
Bankastarfsemi yfir landamæri 102.
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við eigum við að nýta okkur tækifærið sem Ólafur R gaf okkur og semja um réttmæt kjör.
Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 09:39
Ég er nú svo bjartsýnn að trúa því að "tjóninu" af Icesave verði skipt eftir höfðatölu þeirra ríkja sem deila en ég tel það vera einu sanngjörnu lausnina.
Guðmundur Jónsson, 7.1.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.