25.2.2010 | 08:44
Frétt af Rúf ------- Þjóðverjar stálu gullforða Grikkja
Stjórnvöld í Berlín og þýskir fjölmiðlar hafa látið þung orð falla um efnahagsóstjórnina í Aþenu, fráleitt sé að láta þýska skattgreiðendur bera kostnað af henni.
Þetta gremst Grikkjum og hefur ýft upp sár sem flestir töldu gróin. Pangalos staðhæfir að þýskir nasistar hafi hirt allt sem nokkurs var virði í Grikklandi, þar á meðal gullforða seðlabankans, sem hin hernumda þjóð hafi verið neydd til að lána þeim, og engu skilað aftur. Grikkir eigi mikið inni hjá Þjóðverjum, það mál eigi eftir að leiða til lykta.
______________________________________________
Þessar fréttir tengjast því bæði Grikkir og Þjóðverjar eru í þessu félagi sem Samfylkingin er að sækja um aðild að.
Ísland fær ekki flýtimeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.