Frétt af Rúf ------- Þjóðverjar stálu gullforða Grikkja


Stjórnvöld í Þýskalandi ættu ekki að gagnrýna Grikki fyrir óráðsíu og efnahagsklúður, þeir hafa aldrei náð sér á strik eftir hernám Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld sem kostaði hundruð þúsunda lífið og lagði land þeirra í rúst. Þetta hafði BBC eftir Theodoros Pangalos, aðstoðarforsætisráðherra Grikklands í gær. Evrópusambandið, og Þýskaland, forysturíki þess í efnahagsmálum, segja að Grikkir þurfi sjálfir að bjarga sér út úr efnahagskrepunni í landi þeirra, með niðurskurði og skattahækkunum; þeir fái ekki ný lán eða styrki.

Stjórnvöld í Berlín og þýskir fjölmiðlar hafa látið þung orð falla um efnahagsóstjórnina í Aþenu, fráleitt sé að láta þýska skattgreiðendur bera kostnað af henni.

Þetta gremst Grikkjum og hefur ýft upp sár sem flestir töldu gróin. Pangalos staðhæfir að þýskir nasistar hafi hirt allt sem nokkurs var virði í Grikklandi, þar á meðal gullforða seðlabankans, sem hin hernumda þjóð hafi verið neydd til að lána þeim, og engu skilað aftur. Grikkir eigi mikið inni hjá Þjóðverjum, það mál eigi eftir að leiða til lykta.

______________________________________________

Þessar fréttir tengjast því bæði Grikkir og Þjóðverjar eru í þessu félagi sem Samfylkingin er að sækja um aðild að.

 


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband