Lögin voru ekki fallin úr gildi þau voru þvert á móti í gildi.

 Hvernig getur forsætisráðherra verið svona illa að sér í stjórnskipun landsins Þessi Þjóðaratkvæðagreiðsla er hluti af henni, í henni vöru lög feld úr gildi sem ellegar hefðu kostað land og þjóð stórfé.  Þess vegna var nauðsynlegt að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

Ef allir hefðu farið að ráðum Jóhönnu og Steingríms og sagt já eða setið heima hefðu nýjustu icesave löginn ekki fallið úr gildi.  Þá gætu Bretar og Hollendingar einfaldlega hætt samningaumleitunum og við sætum upp með að minnsta kosti 100 miljarðakróna verri samning en þeir eru að bjóða núna. Þetta er hálf miljón á hvern kjörgengan íslending. Þannig snérist þessi þjóðaratkvæðagreiðsla raunverulegaum að kjósa frá sér að lámarki hálfa miljón króna án annarra skuldbindinga. 

 Það sem mérfinnst fáránlegast við þetta er að svo segja þau að nú sé bara næsta verk aðhalda áfram samningaviðræðum eins og ekkert sé sjálfsagðara en þau virðist ekkiátta sig á að ef allir hefðu setið heima eins og þau hefðum við þurft að borgaeftir gamla samningnum.


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér !

Ef allir á Íslandi hefðu sleppt því að mæta, þá værum við í vondum málum!

Leitt að við höfum ekki nægilega hæft fólk í stjórn til að sjá það!

Sól (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband