18.4.2010 | 10:09
Barnaleg röksemdafærsla norsks flugmanns
Það kann vel að vera rétt að menn séu að fara frammúr sér í þessu en röksemdir þessa norska snillings eru vægast sagt vitlausar.
Reykur frá stóriðju og eldgosi er ekki það sama, mikið langt í frá, mengun frá stóriðju nær þess utan aldrei í þá hæð sem um er rætt hér. Ég giska á að askan sem Eyjafjallajökull hefur dælt yfir meginlandið á nokkrum dögum sé meir enn árs losun allrar Evrópu á ösku sem auk þess nær aldrei upp í þá hæð sem þarf til að valda skaða á flugvélum. Það sem skiptir hér líka miklu máli er að tjónið sem svona gosmökkur veldur á flugvélum án þess að bein slysahætta sé af er svo mikið að það er í raun ekki forsvaranlegt að fljúg í mekkinum af hagkvæmni ástæðum. Þannig er þetta móðursýkiskast ef til vill líka magnað upp af hagkvæmni ástæðum.
Segir flugbannið vera móðursýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bölvuð vitleysa. Askan sést með áreiðanlegum geislunarmælingum en einnig með beinni sýnatöku víðsvegar. Menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar til að sjá með ákveðnum myndum, eins og byrtar á Veðurstofunni, hér:
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1872
að þarna er gosaska, en ekki einhver agaleg dökkbrúnlituð lofttegund sem ekki er sést í gegnum. Fréttamenn þurfa að átta sig á að ekki eru allir flugmenn og forstjórar fyrirtækja hæfir til meta hvað er lofttegund og hvað er ekki lofttegund.
kv,
Hróbjartur,
sérfræðingur á VÍ.Hrobjartur. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:27
http://www.flightglobal.com/articles/2010/04/16/340727/pictures-finnish-f-18-engine-check-reveals-effects-of-volcanic.html
Valur (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 13:15
Voru ekki líka finnsku orustuvélarnar stórskemmdar eftir að þær flugu í gegnum öskuskýið (og ekki voru þær nálægt Eyjafjallajökli)?.
s (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 13:44
Þetta minnir dálítið á þegar frægar kvikmyndastjörnur og íþróttamenn eru að tjá sig um gæði vöru og þjónustu sem þau hafa ekki hundsvit á. Þetta er sjálfsagt reyndur flugmaður en hann hefur örugglega aldrei flogið inn í öskuský og veit þar af leiðandi ekkert um hvað hann er að tala.
Ólafur Gíslason, 18.4.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.