28.4.2010 | 09:55
Heimskir Þjóðverjar
Þessum kjánum virðist vera fyrir munað að skilja að þeir eru búnir að taka fjárráð af öllum neytendum í hagkerfinu sínu á undanfornum árum og það er þeim sjálfum að kenna. Með því að selja þeim sínar framleiðslu á of háu verði sem þeir lána þeim fyrir í evrum. Vandamálið er nefnilega miklu freka hjá þjóðverjum því það eru þeir sem eru að framleiða vörur sem þeir geta ekki notað sjálfir og leystu vandamálið með því að að lána nágrönnum sínum peninga sem þeir stjróna sjálfir verðgildinu á. Svo koma þessir vitleysingar hver á fætur öðrum með alltaf heimskari og heimskari yfirlýsingar um óábyrga hagstjórn hjá nágrönnum sínum sem staðfestir bara betur og betur að þetta lið er algerlega út á túni. Þetta getur ekki endað nema illa.
Ég á eiginlega ekki lengur nein orð til að lýsa Þessu fávitahæli sem kallað er Evrópusambandið.
![]() |
„Grikkir munu ekki borga okkur til baka” |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi hagfræði þín gengur bara enganvegin upp.........þú selur ekki vöru á opnum markaði nema hún standist verðsamanburð.
Þar að auki er eðlilegt að Grikkir taki lán í EUR.......það er jú þeirri eigin mynt.
Grikkir geta ekki kennt Þjóðverjum um eigin hagstjórnarmistök. Ekkert frekar en að við getum ekki kennt þýskum bönkum um íslenska bankahrunið þó svo þeir hafi lánað íslensku bönkunum stórar fjárhæðir.
Svo mættirðu alveg renna tvisvar yfir stafsetninguna hjá þér áður en þú bloggar.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:15
"Þessi hagfræði þín gengur bara einagnvegin upp.........þú selur ekki vöru á opnum markaði nema hún standist verðsamanburð."
Jú, með því að lána kaupendanum óendanlega fyrir henni gegn ónýtum veðum vitandi að hann getur ef til vill ekki borgað. Þetta er í raun bara sami hluturinn og þegar banki lánar viðskiptavini til að kaupa hlut í sjálfum sér gegn veði í sjálfum sér(hlutnum sjálfum) Sjáðu til, BMW verksmiðjan í þýskalandi er einskis virði ef engin á fyrir BMW.
“Grikkir geta ekki kennt Þjóðverjum um eigin hagstjórnarmistök. Ekkert frekar en að við getum ekki kennt þýskum bönkum um íslenska bankahrunið þó svo þeir hafi lánað íslensku bönkunum stórar fjárhæðir”
Þýskir bankar eru búnir að tapa á því að lána íslenskum bönkum peninga gegn ónýtum veðum. Og þeir gátu bara sjálfum sér um kennt. Því er hinsvegar ekki þannig farið í Grikklandi .
“Svo mættirðu alveg renna tvisvar yfir stafsetninguna hjá þér áður en þú bloggar.”
Ég skal reyna en ég er illa þjáður af heimsku sem sumir kalla lesblindu. : )
Guðmundur Jónsson, 28.4.2010 kl. 10:45
Smá viðbót við þetta þú sagðir
""Þessi hagfræði þín gengur bara einagnvegin upp.........þú selur ekki vöru á opnum markaði nema hún standist verðsamanburð." ##ég svara##
Jú, með því að lána kaupendanum óendanlega fyrir henni gegn ónýtum veðum vitandi að hann getur ef til vill ekki borgað. Þetta er í raun bara sami hluturinn og þegar banki lánar viðskiptavini til að kaupa hlut í sjálfum sér gegn veði í sjálfum sér(hlutnum sjálfum) Sjáðu til, BMW verksmiðjan í þýskalandi er einskis virði ef engin á fyrir BMW.""
##oviðbót##
Og taktu eftir að ef til vill er það akkurat þetta sem er að gerast núna, framleiðsufyrirtækin í þýskalandi byggðu veldi sitt á því selja nágrönnum sínum vöru og þjónustu sem þeir raunverulega höfðu aldrei efni á í krafti evrusvæðisins.
Guðmundur Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:01
Grikkir fengu ameríska fjármálasnillings til að hjálpa sér að uppfylla skilyrði fyrir "upptöku" Evru. Hvað gerðu þeir? Þeir seldu alla flugvallaskatta fram í tímann og hagnað af ríkislotto ofl. Einnig gerðu þeir einhern furðulegan framvirkan láns-saming við skátana hjá Goldman-Sachs. Þar með uppfylltu þeir skilyrðin í eitt skipti en afsöluðu sér framtíðartekjum sem þá sárlega vantar nú. Það er ekki laust við að maður óttist eitthvað svipað hér þ.e. að menn teygji sig of langt til að þóknast Evrópusambandinu til að komast inn í það.
Ólafur Gíslason, 28.4.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.