23.5.2010 | 11:43
Er óhætt að kjósa Bestaflokkinn
Það sem ég held að ráði mestu um árangur í stjórnun sveitarfélaga er almenn skinsemi stjórnanda. Stefnur þessara flokka skipta minna máli enda eru þær næstum eins og sjaldnast staðið við þær. Þá hlýtur skinsemi einstaklinga á kjörskrá að vera það sem menn ættu aðallega að kjósa eftir.
Eftir að haf skoða lista frambjóðenda í Reykjavík þá tel ég að listi bestaflokksins skorti alls ekki almenna skinsemi í samanburði við hina.
Ef hér væri verið að kjósa löggjafann væri ég ekki jafn viss en þetta eru jú bara sveitarstjórnarkosningar og sveitarstjórnir þurfa að fara að lögum. þess vegna er örugglega óhætt fyrir Reykvíkinga að kjósa bestaflokinn.
Ingvi Hrafn á bandi Jóns Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmm - persónulega, er ég ekki viss, hvort Besti Flokkurinn, planar að taka hina flokkana í nefið - eða, hvort gríninu er einnig beint að kjósendum.
En, hafandi í huga fortíð Jóns Gnarr sem and-kerfissinna, þá má alveg íhuga þann möguleika, að í reynd sé andkerfis-hugsunin í forgrunni.
------------------
Hann ætli að taka allt klabbið í nefið - hina flokkana - kjósendur og kerfið.
3. flugur í einu höggi, þannig séð.
Munum, hann hefur lofað að svíkja loforðin sín - eins mótsagnakennt og það hljómar.
Þ.e. alveg hægt, að túlka þetta mun neikvæðar, en almennt er gert, án þess að vera í nokkru "inconsitent" gagnvart framkomnum gögnum og yfirlísingum.
-----------------------------
Mér hefur dottið í hug, að byltingarhugsunin gæti fengið dágott búst, ef Rvk. væri keyrð í þrot, tæki ríkið niður með sér í fallinu, þá skólakerfið sem hann virðist alltaf hafa hatað sbr. viðtalið við Gnarr í Grapevine, - og ágætur séns væri á að töluvert anarkískt ástand tæki þá við.
Spurningin, er hvað er dóminerandi, lýðræðissinninn - eða - anarkistinn.
Ég er ekki 100% viss.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.5.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.