30.6.2010 | 11:57
Ef ég ætti svona ólöglegt gjaldeyrislán........
Ef ég ætti svona lánasamning þá mundi ég greiða af honum í samræmi við dóminn og greiða þá inn á vörslureikning ef mótaðili neitar að taka við greiðslum samkvæmt því .
Fjármálastofnanir eiga vissulega þann rétt að sækja fyrir dómstólum meira ef þær telja einhver lagarök fyrir því en það er fyrirfram tapað mál og engar líkur á að þær munu gera það.
Þessu máli er í raun lokið og því fyrr sem fólk beggja vegna borðsins áttar sig á því því betra.
Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir mitt leyti taldi ég þessu máli lokið fyrir ári síðan, og þá bauðst meira að segja lánveitandanum að semja við mig upp á nýtt um kjör sem hefðu líklega orðið mun hagstæðari en samningsvextir. Fyrirtækið sýndi engan samningsvilja og hefur stundað tilhæfulausar innheimtuaðgerðir og ólöglegar fullnustuaðgerðir gagnvart mér síðan þá. Það var svo ekki fyrr en lagasetning frá Alþingi var á leiðinni sem sendur var út fjöldapóstur þar sem þá fyrst var boðin greiðslujöfnun, höfuðstólslækkun um helming af ránsfengnum var svo ekki boðin fyrr en löngu seinna en allt voru þetta almennar aðgerðir sem voru á engan hátt til marks um viðleitni gagnvart umleitan minni sem byggði á mörgum fleiri þáttum en bara ólögmæti gengistryggingar.
Ég segi látum sverfa til stáls! Fjármögnunarfyrirtækin eru tæknilega gjaldþrota öll með tölu, og þar af leiðandi væri hvort sem er ábyrgðarleysi að afhenda þeim meiri peninga en þegar hefur verið gert. Þeir sem hafa greitt lán sín upp ættu að hafa samband við lögfræðing nú þegar og láta lýsa kröfum á hendur lánveitanda um endurgreiðslu á því sem oftekið var, og verða þannig kröfuhafar á hendur fjármálafyrirtæki (ánægjulegur viðsnúningur á hefðbundnum hlutverkum). Verði krafan ekki uppfyllt er nefninlega hægt að fara fram á að gert verði fjárnám, og svo gjaldþrotaskipti, en að þeim loknum gæti jafnvel farið svo að fyrrum lánþegar yrðu nýjir eigendur fyrirtækisins! Tekið á eigin bragði...
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.