Öfga þjóðerissinni og hægrimaður.

Strádrepur vinstrimenn í Noregi.

Hægrimenn og þjóðernissinnar um heim allan reyna nú að sverja þennan mann af sér.

Staðreynd málsins er hinsvegar sú að þetta er þjóðernissinni og hægrimaður sem drepur vinstrimenn í nafni þjóðernis og hægristjórnmála. Geðveikur eða ekki skiptir í reynd ekki öllu. Þessi maður var virkur í norsku samfélagi og við þurfum að íhuga vel, hvað það var sem gerði hann svona.

Ég held að hér sé hægt að læra, en ef menn ætla að afgreiða þetta sem eitthvað annað en það er þá er ekki von á góðu.


mbl.is Breivik játar fjöldamorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Varla er hægt að leggjast lægra í umræðunni en að tengja gerðir geðsjúks manns við pólitík.

Atburðurinn í Noregi er er skelfilegur harmleikur og ætla að nota hann í pólitískum tilgangi er það lægsta sem nokkur kemst.

EN ef menn vilja blanda pólitík inn í þetta, þá var þessi geðsjúklingur í einhverju samtökum nýnasista. Nasisti eða nazi er styttng á orðinu "national sosialism" og á ekkert skilt við hægri eða vinstri í pólitík. Frá þessum hluta pólitíska litrófsins, ef hægt er að tala um pólitík í þessu sambandi, hafa komið margir geðsjúkir menn og þeirra þekktastur var við völd um stóran hluta Evrópu á árunum frá 1938 til 1945.

Nasismi er ekki pólitísk hugsun, hún byggist á einræði og alvaldi. Þar er umræða og rökræða ekki leyfð, sem er jú forsemda allrar pólitíkur.

Því er það lágkúra, jafnt bloggara sem og fjölmiðla að tengja geðsjúklinga sem þessari hugsun fylgja við það sem við köllum pólitík, hvort sem er til hægri eða vinstri!!

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2011 kl. 10:34

2 identicon

Höfundur segir: "Þetta er fréttablogg þar sem ég reyni að gera vitrænar ATH við atburði líðandi stundar". Aldrei lesið innlegg frá þér en ef þetta eru gæðin sem þú býður uppá þá ertu ekki að fylgja eigin ritstjórnarstefnu.

Til að halda umræðunni á þínu plani þá segi ég að það séu helst ljóshærðir karlmenn á Norðurlöndunum sem þurfa að sverja hann af sér.

Björn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Til að halda umræðunni á þínu plani þá segi ég að það séu helst ljóshærðir karlmenn á Norðurlöndunum sem þurfa að sverja hann af sér.""

Já, Það er líka staðreynd að karlmenn eru líklegri til að fremja svona ódæði en konur og það skiptir máli til að koma í veg fyrir svona að menn og konur geri sér grein fyrir því.  En ljóshærðir norðurlandabúar ? það fæ ég ekki séð að gangi.

Guðmundur Jónsson, 24.7.2011 kl. 18:16

4 identicon

Akkúrat Guðmundur. Ég vona að það sé bara barnaskapurinn í þér sem þú hefur opinberað, en ekki eitthvað annað.

Björn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 18:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 @Gunnar

""Atburðurinn í Noregi er er skelfilegur harmleikur og ætla að nota hann í pólitískum tilgangi er það lægsta sem nokkur kemst.""

Vandinn er sá að gerandinn hefur pólitísk markmið með ódæðinu og við sem erum þolendur getum ekki breytt því. Ef við hinsvegar látum eins og að hann hafi ekki haft pólitísk markmið með þessum ófögnuði eins margir virðast kjósa að gera þá komumst við ver að rót vandans.

 Það sem mér sýnist vera að gerast hér í Gautaborg er nákvæmlega það sama og heima. Fyrstu viðbrögð voru alstaðar sú að þetta hafi verið  íslam og ljótir arabar, en um leið kom í ljós að óþverrinn var norskur þjóðernissinni þá á það ekki að skipta máli. ?

Guðmundur Jónsson, 24.7.2011 kl. 21:24

6 identicon

Það þarf kannski að bíða svolítið með þessa ákveðnu observasjón þótt að hún sé alveg rétt. Íslendingar eru í áfalli og virðast ætla að fást við það með því að nota atburðina sem vopn í flokkspólitískum skærum.

Gáfnaljósið sem ritstýrir Eyjunni þykist búið að uppgötva andlegan skyldleika á milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og morðvargsins!

Þegar frá líður verður auðvitað að takast á við þann veruleika að hægri-öfgamenn á Norðurlöndum eru hættulegri en áður var talið. Það er eitthvað verulega hættulegt að gerjast í þeim kima.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband