Hverju kom Búsáhaldabyltingin til leiðar á Íslandi

Búsáhaldabyltingin var einhver mesta vá sem við íslendingar höfum þurft að glíma við hin seinni ár. Geir Jón og hans menn unnu þrekvirki með því að koma henni í þannig farveg að ekki varð mannskaði.  Þeim ber að þakka það. Eins ber að þakka sitjandi þingi fyrir að hafa náð að taka þannig á málum í heild að ekki fór verr.

Það er mikilvægt að við sem ætlum okkur að reyna að búa hér á íslandi eftir þess atburði, skiljum hvað þarna fór fram. Aðalega til þessa að svona hörmungar gerist ekki aftur.

Það sem gerðist í búsáldabyltingunni vara að lýðræðislega kjörið þjóðþing landsins hrökklaðist frá völdum sökum skrílsláta og við tók algerlega umboðslaust fólk.

Þau sem voru í þessari "byltingu" virðast ekki skilja að þó svo að enginn hefði farið niður á Austurvöll til stofna til óláta hefði  samt verið kosið, bara nokkrum mánuðum seinna. Og þá hefðu byltingarsinnar getað notið þess þings sem þeir hefðu kosið sér.

Þannig olli búsáhaldabyltingin í raun bara spjöllum á eignum og heilsu og tók dýrmætan tíma frá þinginu, sem hafði meira en nóg á sinni könnu á þessum tíma.

Ég er ekki að reyna að endurskrifa söguna eins og einhverir vilja að halda fram,   ég er bara að segja frá þessu eins og þetta horfir við mér, og draga fram einfaldar staðreyndir málsins.


mbl.is Höfðu áhrif á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Guðmundur vélfræðingur !

Þú talar nú; eins og móðursjúk kerling, Guðmundur minn, í þessu tilfelli.

Burt séð; frá : Hægri - vinstri - snú, eða öðru, var ekki orðið tímabært - og er raunar enn; að steypa undan Helvítis hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarinu, Guðmundur minn ?

Ekki þar fyrir; þau Jóhanna og Steingrímur eru nákvæmlega, sömu affiktin, og Geir H. Haarde og Ingibjörg S. Gísladóttir hegðuðu sér, á sínum tíma.

Hvers lags Andskotans Mél- Ráfuháttur er þetta, sem stýrir þínum skrifum, vélfræðingur góður ?

Með Falangista kveðjum (stuðningsmaður Francós á Spáni - og þeirra Gemayel feðga; í Líbanon); úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 15:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sæll Óskar Helgi

Ég harma að við skulum ekki eiga skoðanir saman í þessu máli sem öðrum.

Vil ég samt árétta að sá munur er á þeim Geir og Ingibjörgu og svo Steingrími og Jóhönnu að vit er áberandi minna hjá þeim síðar upp töldu.

Þannig hagar til sjós, að betra reynist gjarnan að hafa í brúnni sæmilega sjófæran mann, jafnvel þó hann hafi ekki alvega flekklausa fortíð, en vel viljandi afgapa sem ekki kann til verka þegar mannskaðveður herja á.

Hefur mér sýnst að sama megi gilda um forustu í landsmálum.

Kveðja úr Garðabæ.

Guðmundur Jónsson, 27.2.2012 kl. 17:23

3 identicon

Heill; á ný, Guðmundur !

Um margt; erum við sammála, án vafa, þó svo okkur greini á, að nokkru, Guðmundur minn.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband