19.3.2012 | 11:35
Fjalldrottningar, Isabella, Hekla og virkjanir.
Þess mynd er tekin 2008 í toppi Heklu, Isabella er fædd 2003 en Hekla er eldri. í baksýn eru fyrst Rauðkembingar og svo nokkrar mjög stórar vatnsaflsvirkjanirn Sigalda, Hrauneyjar og Vatnsfell.
Ég gekk fyrst á Heklu 1979 þegar ég var 15 ára, ári seinna var ég að snúa heyi í landsveitinni þegar hún byrjaði gjósa með ógnarlegum krafti. Gosmökkurinn steig tugi kílómetra upp í himininn á nokkrum mínútum, það dró fyrir sól og jörðin skalf. Um kvöldið logaði Hekla öll og morguninn eftir var hún búinn að skipta um ham, orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Tveimur eða þremur dögum eftir að gosið hófst, var farið að smala fé norðan og austan Heklu. Stór hluti afréttarins sem mig hafði alltaf hlakkað til að sjá á vorin var horfinn, þar sem áður voru grónir hagar var nú bara svartur vikur. Ég byrjaði að ganga í Dómadalshrauni kl 7 um morguninn og gekk allan daginn í ösku og vikri. Þegar líða fór á daginn var hálsinn og nefið stíflað af svörtu ryki sem sveið undan. Það fé sem við komum að var erfitt að reka og oft blæddi úr fótum þess. Þegar ég komst í bíl, seint um kvöldið í Áfangagili var ég uppgefnari en orð fá lýst. Þá rann upp fyrir mér að Hekla var búin að breytta öllu, ekki bara landslaginu heldur líka mér og öllum sem þarna voru.
Þrátt fyrir að ég sé hálf smeykur við hana hefur hún svo mikið aðdráttarafl að ég er búin að fara 5 sinnum á toppinn án þess að hafa annað erindi en að horfa á útsýnið
Hekla er flagð en drottning engu að síður
Athugasemdir
http://www.nasa.gov/multimedia/videogallery/index.html?media_id=151792421
Guðmundur Jónsson, 7.9.2012 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.