Þetta mál hentar ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu

Þeir sem settu þetta af stað virðast ekki skilja hvers eðlis þetta mál er.

Það þarf kannski svolitla færni í að skilja lesinn texta til að ráða fram úr þessu en mér virðist þessi undirskriftarsöfnun byggð á misskilningi. þetta frumvarp er bara spurning um aðferðarfræði við innheimtu skatts. það er að segja þetta mál er allt annars eðlis en þau mál sem forsetinn hefur synjað undirskrift fram að þessu. Þar var um að ræða prinsip mál eins og hverjir mættu eiga fjölmiðla á íslandi og hvort ríkið mætti fara gegn stjórnaskrá landsins með því að ábyrgjast skuldir einkabanka. 

Ég hef ekki myndað mér skoðun á málinu og mun sennilega ekki gera það nema að það endi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er ekki líklegt. 

Hér eru beinir tenglar á löginn og frumvarpið en einhverra hluta vegna eru höfundar undirskriftarsöfnunarinnar ekkert að flíka þeim á vefsíðum sínum. Engu líkara ein þeir vilji ekki að fólk lesi sig til um þetta.

Breytingatillagan

http://www.althingi.is/altext/142/s/0015.html

Lögin

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2012074.html


mbl.is Yfir 25 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsetinn sjálfur lýsti því yfir fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en kvótamálin. Þetta er það náskylt að að stærstu leyti er um sama mál að ræða. Snýst um í hvaða vasa peningarnir fyrir allan fiskinn eigi að fara. Okkar allra eða örfárra. Ég STYÐ þessa ríkisstjórn að mestu leyti og ég kaus hana. En ég og allir hugsandi menn sem fara eftir samvisku sinni og skynsemi skrifa undir þetta frumvarp. Með þá von í hug að enn betra verði í vændum. Samfélagið þarfnast þessara peninga. Það er fullt af fólki hér sem hefur ekki efni á að borða fisk, hvað þá meira. Hér þarf að byggja margt upp og við höfum ekki efni á að fita útgerðarmenn.

Liberal (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 02:14

2 identicon

Ég styð GAMLA frumvarpið, það er að segja. Þetta nýja er bara til að moka meiri aur í vasa útgerðarmanna. Þeir sem sjá ekki í gegnum það hafa misst hæfileikann til að hugsa rökrétt og sjálfstætt, og manndóminn til að fylgja eigin samvisku en ekki bara ímynduðum flokkslínum. 99,999999999% vina minna og fjölskyldu og slatti af kunningjum til hægri skrifa undir. Eina undantekningin þar á er gamall maður sem varð nýlega fyrir alvarlegum heilaskaða. Svo er nóg af fíflum á vinstri vængnum sem nennir ekkert að gera og skilur ekki að þá verður heldur aldrei lagfæring á kvótamálum.

Liberal (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 02:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er ekki skylt kvótamálum nema að því leiti að það kemur að sömu atvinnugrein. Kvótmalin snúst um aðferðarfræði við stjórnun fiskveiða en þetta er spurning um upphæðir og aðferðafræði við innheimtu skatta á sömu grein.

Guðmundur Jónsson, 23.6.2013 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband