Umræða á villigötum í stóra bænahúsmálinu.

Hof ásatrúarmanna er einfaldlega ekki jafn umdeilt og ekki líkleg til að falla í íbúakosningu ef hún færi fram. Þannig er ekki líklegt að nokkrum stjórnmálamanni dytti í hug að setja slíkt í íbúakosningu til þess eins að tapa málinu.  Sama gildir um kirkjur kristinna manna á íslandi. 

Moskur Íslam eru hinsvegar umdeildari vegna  "tenginga"  við hryðjuverk og ekki víst að meirihluti sé fyrir slíku alstaðar í borginni.

Það sem íbúakosning um slíkt leiðir hinsvegar í ljós er hvort samfélagið sé tilbúið fyrir slíkar breytingar eða ekki.  íbúarnir geta svo verið drullusokkar, rasistar eða eitthvað þaðan af verra og vilja ekki íslamista nærri sér en það þá annað vandamál sem er líklegt til að stækka ef Mosku er bara troðið upp á þá.  Dæmin sanna að það kann ekki góðri lukku að stýra að fara gegn vilja íbúa í skipulagsmálum.

Mér sýnist á umræðunni að fólki finnist almennt í góðu að troða niður byggingum í hverfin í óþökk íbúa. Er ekki eitthvað bogið við þessa umræðu ?


mbl.is Moska og hof undir sama hatt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

ísland er kristið land. Árið eitt þúsund voru sett lög í landinu um það, að kristni og kristindómur skyldi vera hin einu löglegu trúarbrögð á Íslandi. Þar með var Ásatrúnni útrýmt og öllu öðru en kristni, og þar með komið í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu.

Þessum lögum hefur aldrei verið breitt, - að því að ég best veit, - og því eins eru ólögleg öll önnur trúarbrögð á Íslandi, þar með talið Ásatrú, Islam, Hindu, Búddismi og fleiri.

Tryggvi Helgason, 27.5.2014 kl. 17:00

2 identicon

Mikið rétt hjá þér. En tókstu eftir því hvernig vinstri/sósíalistar sneru þessu öllu uppí algjöra andhverfu miðað við það sem átti að ræða um..??? Nú var þessi hugmynd orðin að rasista hátti og illa við útlendinga..!!! Týpískur hræðsluáróðuir þeirra sem fara með vonlaust mál.  Þetta eru dæmigerðar vinnureglur hjá þeim sem eru á móti lýðræði og ekkert annað. Þetta mál hefur aldrei snúist um rasista eða vera illa við útlendinga, heldur hvort Reykvíkingar fái að segja sitt, sem greinilegt er að mikill ÓTTI ríkir við þá útkomu.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 17:37

3 identicon

Tryggvi:

Kristnitakan var augljóslega pólitískur til að lægja óróann, í raun vorum við að ganga í evrópusambandið því löndin í kring vildu ekkert eiga viðskipti við heiðingja auk sem noregskonungur hét því að drepa íslendinga í noregi ef við tækum ekki kristni. Aldeilis kærleikurinn þar á ferð.

Það var leyfilegt að blóta á laun eftir árið 1000, auk sem þjóðin varð ekkert kristin á einni nóttu.

Við vorum að skrifa konungsbók eddukvæða árið 1270, hví ættum við að skrifa svona heiðindóm ef 270 ár væru síðan kristni væri lögtekin?

Auk sem allar galdrabækurnar sem við áttum sem stóð alveg undir 19 öld. Þetta voru rammheiðnir galdrar með heiðinni hugsun og íslendingar hafa aldrei verið neitt góðir kristlingar í samanburði við evrópu. Við fengum reið bréf frá Róm um að hætta þessum heiðindómi.

Það fór líka allt í hávaloft hérna á sturlungaöld, þá var kristnin komin er það ekki? Saga kristninar hefur aldrei verið fögur í alla staði.

Kári (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 17:39

4 identicon

Af fullyrðingum Tryggva að dæma þarf hann greinilega að rifja upp sjötta kafla Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.

Sigurjón (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Kristintakan" á íslandi fór fram án blóðsúthellinga vegna þess að menn hér voru nægilega greindir til leiða hana að mestu hjá sér og hafa ákvæði um trúfelsi í lögunum (leifat var að blóta á laun) Þannig var var í reynd trúfrelsi á íslandi eftir 1000 en ekki kristni nema fyrir þá sem því sinntu.

þetta Mosku mál snýst ekki um trúfrelsi eða kynþátthatur heldur valdbeitingu við úthlutun lóða, hugsanlega í óþökk íbúa. íbúrnir geta síðan verið drullusokkar eða rasistar, ef þeir vilaj ekki Islamista í nágrenni við sig en það er þá staðreynd sem verður að horfast í augu við með öðrum aðferðum að að byggja bara samt Mosku.

Guðmundur Jónsson, 27.5.2014 kl. 18:20

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þegar kristni var lögtekin árið 1000, þá var það jafnframt samþykkt að allir þeir sem iðkuðu Ásatrú, þeim væri það fullkomlega heimilt svo lengi sem þeir lifðu, en að allir þeir sem fæddust eftir að þessi lög voru sett, - þeir myndu tilheyra hinu kristna samfélagi.

FJölmargir þeirra landnámsmannanna voru kristnir, þá þeir komu til landsins, þar á meðal Helgi hinn magri, "forfaðir" okkar Eyfirðinga.

Þá langar mig til þess að skjóta því hér inn í umræðuna, að víkingaskipin voru útbúin með merki eins af ættkvíslum Ísraelsmanna, sem var höggormurinn sem var merki einnar af ættkvíslunum tólf. Framan á víkingaskipunum var hausinn á höggorminum, en að aftan var höggormshalinn, - reyndar var þetta líka kallað drekahaus og drekahali.

Kristindómur Íslendinga á því greinilega rætur að rekja, mörg þúsund ár aftur í tímann.

Tryggvi Helgason, 27.5.2014 kl. 20:20

7 identicon

Hilmar allsherjargoði,það er einungis verið að deila á staðsetningu á lóð Moskunnar,vertu ekki að bæta á ruglið sem er í gangi,nóg er það fyrir.

Númi (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 21:01

8 identicon

Tryggvi!

„Þegar kristni var lögtekin árið 1000, þá var það jafnframt samþykkt að allir þeir sem iðkuðu Ásatrú, þeim væri það fullkomlega heimilt svo lengi sem þeir lifðu, en að allir þeir sem fæddust eftir að þessi lög voru sett, - þeir myndu tilheyra hinu kristna samfélagi.“

Fróðlegt væri að þú vísaðir í heimildir um þessa fullyrðingu, sem kemur spánskt fyrir sjónir, að ekki sé dýpra í árinni tekið. Í Íslendingabók Ara fróða segir: „Þá var það mælt í lögum að allir menn skyldi kristnir vera [og engin undanþága fyrir þá sem fullorðnir væri] og skírn taka þeir er áður voru óskírðir á landi hér.“ Sem sagt allir. En kannski veist þú betur en Ari og er þá tími til kominn að leiðrétta hann? Væri þá ekki ráð að þú leiðréttir fleira hjá þeim arga þrjóti?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 21:57

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þorgeir Ljósvetningagoði 999 eða 1000 á þingvöllum.

"En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að blóta leynilega, bera út börn og éta hrossakjöt."

Guðmundur Jónsson, 27.5.2014 kl. 23:03

10 identicon

Lýðræði er ekki vopn sem maður notar eftir hentugleika þegar þarf að níðast á minnihlutahópum.

Fái íbúar að ráða fær fólk af asískum uppruna ekki að byggja í sumum hverfum, blökkumenn fá ekki lóðir í öðrum og hver vill feitt fólk eða vestfirðinga í sitt hverfi? Þjónustumiðstöðvar fatlaðra færast útúr byggð og meðferðarheimili verða að finna sér annan bæ, helst annað land..... En af því að við erum ekki fordómafull þá er það bara vegna þess að það er þeim sjálfum fyrir best, umhyggja okkar sannar að við erum að gera þetta af gæsku en ekki vegna fordóma.

Það versta við fordóma er hve þeir eru lúmskir. Það er ekki fyrr en maður notar sömu rök gegn öðrum þjóðfélagsþegnum að maður sér vitleysuna.

Annars væri nokkuð fyndið ef þeir skiluðu lóðinni og keyptu Perluna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 23:33

11 identicon

Það má benda á það að það eru tvær fylkingar múslima hér á landi,en þessar fylkingar voru áður sem ein. Ástæðan fyrir því að þær eru tvær er sú að þeir keyptu hús Karlakórsins í Skógarhlíð,fljótlega eftir þaug kaup að þá klauf fylking Salmans Tamini sig útúr því eða vildu ekki vera með í því,en Karlakórshúsið eiga nú önnur hreyfing múslima sem sögð eru og jafnvel haft eftir S Tamini,að þeir séu með öfgar-og studdir til kaupa á þessu húsi með fé frá Arabalöndum.Eflaust má finna frétt um þetta í eldri dagblöðum.

Númi (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 23:50

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kristni,þ.e. kaþólskri trú var þröngvað upp á þjóðina árið 1000, með morðum ,hótunum og mútum til höfðingjanna. Um þetta geturðu lesið í sögubókum Tryggvi ef þú hefur áhuga. Borgarastríð var háð á þessum tíma um þessi trúarbrögð. Fimm hundruð árum seinna var síðan önnur rimma háð milli kaþólikka og Lútherstrúarmanna sem stóð hátt í eina öld þar til lútherska kirkjan( þjóðkirkjan) þaggaði endanlega niður í kaþólikkum. Þjóðkirkjan var gerð að ríkistrú með tilstilli konungsvaldsins. Konungur sölsaði undir sig jarðareignum sem kathólska kirkjan hafði safnað til sín frá árinu 1000 og auk þess fleiri jarðir. Talið var að þessar jarðir hafi verið 1/6 hluti allra jarðeigna á landinu. Þjóðkirkjan hirti síðar þessar jarðir af konungi þótt hún hefði að sjálfsögðu ekkert tilkall tilkall til þeirra frekar en konungur. Þetta er nú sagan í hnotskurn og hollt fyrir þig að sannreyna þetta með því að lesa þig til.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2014 kl. 07:22

13 Smámynd: Einar Karl

Segiði mér að Tryggvi Helgason sé að grínast!? Ég trúi ekki öðru en að hann séð að hæðast að popúlistunum em nú vaða uppi og vilja afslátt á almennum mannréttindum.

Einar Karl, 28.5.2014 kl. 08:33

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem skiptir máli í frásögn Ara Þorgilssonar er eftirfrandi:

,,Þá var það mælt í lögum að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér. En of barnaútburð skyldu standa hin fornu lög og of hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun ef vildu en varða fjörbaugsgarður er vottum of kæmi við. En síðar fám vetrum var sú heiðni af numin sem önnur." (Ari Þorgilsson, hinn fróði, skráð líklega sirka 1122-1133.)

Nú, ef við tökum útfyrir sviga að þetta er þá ritað tæplega 150 árum eftir svokallaða kristintöku, að þá þegar er ljóst að kristni og kristin lög eru algild.

Allir verða að taka skírn. Allir.

Þetta með ,,blóta á laun" er í raun í samhenginu bann við blótum.

Ef maður tekur Ara trúarlegan varðandi efnið, þá er líklegast að þetta ákvæði hafi verið sett inn til að forðast vandræði og meginatriðið er: ,,... en varða fjörbaugsgarður er vottum of kæmi við"

Þetta er þá sennilega vegna þess að í þá tíma voru sakamenn dæmdir eftir orðrómi. Með því að setja votta sem skilyrði er verið að setja skorður við illdeilur í eftirfaranum.

Ennfremur hefur íslendingum, lærum sem leikum, oftast yfirsést það sem Ari segir í restina: ,,En síðar fám vetrum var sú heiðni af numin sem önnur"

Fáum vetrum síðar voru undanþágur afnumdar þ.á.m. barnaútburður sem íslendingar vildu endilega fá að stunda.

Það er algjörlega kristalskýrt og tært að engin ,,málamiðlun" var í kristnitökunni og fráleitt að telja sér trú um að blótskapur hafi verið leifður eða kristni og heiðni hefðu verið starfandi hlið við hlið. Enda undirstrikar Ari og feitletrar að undanþágur hafi aðeins verið leifðar í fá ár. þá erum við að tala um kannski 5 ár.

Fyrir utan þessa staðreynd, þá verður auðvitað ekki komist hjá að líta til þess, að meðal flestra málsmetandi manna er núna orðið óumdeilt að hin fornu íslensku rit voru skráð í ákveðnum tilgangi.

Það var elítan sem var að skrifa sögu sem hún vildi að allir tækju fyrir gilt og hefði ákveðna merkingi. Þetta viðurkenna allir núna.

Þegar það er orðið ljóst, þá opnast samstundis fyrir það augljósa, að frásögn Ara af kristnitökunni er hálf grunsamleg.

Ari segir að Teitur Ísleifsson biskups sé aðalheimildarmaður hans að kristnitökunni en það útaf fyrir sig sannar ekkert eða breytir engu.

Málið er að frásögn Ara er öll á þann hátt að kristi hafi komið ofanfrá, frá konungi og helstu stórhöfðingjum og framvindunni verður atburðurinn líkt og hálfgert kraftaverk, snögg, skyndileg umskipti að mestu í sátt o.s.frv.

Ofannefnt verður því áleitara því nánar sem maður rýnir í hin fáu orð Ara.

Jafnframt styðja fornleifarannsóknir ekki frásögn Ara af kristnitökunni.

Nú er orðið ljóst að mun meira var um kristni fyrir 1000 en Ari vill meina og samkv. fornleifum eru sterkar vísbendingar um sjálfsprottna, tilviljanakennda kristni á löngum tíma.

Kristni hafi því komið frá grasrótinni en ekki ofanfrá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2014 kl. 12:15

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Lýðræði er ekki vopn sem maður notar eftir hentugleika þegar þarf að níðast á minnihlutahópum.

Ég myndi nú ekki kalla muslima minnihlutahóp.....

Hvað er svona sérstakt við muslima að þeir eru yfir gagnrýni hafnir?
Ef fólk má mótmæla t.d. byggingu íþróttahúss hví má ekki mótmæla trúarbyggingu? 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.5.2014 kl. 13:43

16 Smámynd: Einar Karl

Halldór,

auðvitað má mótmæla íþróttabyggingu, en það væri helvíti hart að mótmæla því hvaða íþróttafélag fengi að byggja sér hús!

Og hvernig í ósköpunum skilgreinir þúminnihlutahóp??

Einar Karl, 28.5.2014 kl. 14:23

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eftirfarandi virðist mér að skýra að sumu leiti furðulega framkomu almennra framsóknarmanna í málinu. Það er tæplega hægt annað en hlægja að þessu eftir að maður hefur verið eitt stórt spurningamerki í svo sem 5 mínútur:

,,Hvenær voru múslimar minnihlutahópur?“ spyr Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og Flugvallarvina í Reykjavík í stöðuuppfærslu Facebook-síðu sinni.

Í stöðuuppfærslunni gagnrýnir Svanur, sem er eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, annars manns á lista Framsóknar í Reykjavík, skrif Guðmundar Andra Thorssonar um moskumálið svokallaða."

https://www.dv.is/frettir/2014/5/27/kosningastjori-framsoknar-hvenaer-voru-muslimar-minnihlutahopur/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2014 kl. 14:48

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ómar Bjarki. Af hverju þarf allt að snúast um framsóknarmenn hjá þér. Hér er ekki verið að fjalla um þá, heldur hvort umræðan sem fram fer um hvort kjósa eigi um einstök skipulagsmál eins og byggingu Mosku í Reykjavík sé á villigötum. Athugaðu að þessir örfáu framsóknarmenn í borginni hefðu engin úrslita áhrif í slíkum kosningum. það þarf "rasista" úr öllum flokkun til.

Ég tel að þessi umræða sé á villigötum þvi ef múlímar eiga ekki verða til vandræða hér eins og víða, þurfa svona ákvarðanir að vera teknar í sátt víð íbúana. ef ekki er það eins og olía eld.

Guðmundur Jónsson, 28.5.2014 kl. 17:10

19 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Og hvernig í ósköpunum skilgreinir þúminnihlutahóp??

Ég á frekar erfitt að skilgreina 2 milljarða manna og kvenna sem minnihlutahóp..

auðvitað má mótmæla íþróttabyggingu, en það væri helvíti hart að mótmæla því hvaða íþróttafélag fengi að byggja sér hús!  

Ég held nú að það væri ekki eins fráleitt og þú heldur, ég efast ekki um það að það væru einhver mótmæli frá KR ef t.d. KA væri að fá að byggja á besta stað í reykjavík.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.5.2014 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband