27.4.2015 | 12:43
Öfgar í allar áttir.
Samhengislaust rugl og öfgar í allar áttir er það sem mér dettur einna helst í hug við lestur frétta af þessu.
Á sama tíma og barist er gegn því að góðgerðafélög fái að gefa hjálma í skólana og kennurum bannað að fara í kirkjur með börn eða jafnvel hafa yfir höfuð skoðun á trúmálum þá er sama fólkið að berjast fyrir því að félagsskapur með kynhegðun sem venjulegt fólk er lítið spennt fyrir, fái að kynna sína kynhegðun inn í skólunum landsins.
Af hverju ætti að vera í lagi að samtök 78 fari inn í skóla landsins að breiða út sinn boðskap en ekki Ásatúrafélagið eða Eimskip ?
Háð, rógur, smánun og ógnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað sagði Páll Óskar í sjónvarpi RUV í gær um um hvíta, feita, hægrisinnaða karlmenn, en það eru víst ekki til neinir vinstri öfgamenn bara hægri
Grímur (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 13:11
Það er ekki bannað að gefa hjálma í skólum. Í skólum í Reykjavík er bannað að gefa vörur sem auglýsa tiltekin fyritæki á skólatíma en það er ekki bannað í öðrum sveitafélögum og í Reykjavík er heimilt að gera slíkt í skólum utan skólatíma.
Það eru mjög fáir að berjast gegn trúfræðslu í skólm og hún er ekki bönnuð í skólum neins staðar á landinu.
Hvað kirkjuferðir varðar þá falla þær ekki undir neitt sem skólum er ætlað að gera enda skólarnir fullfærir um að sinna sinni trúarbragðafræðslu án þeirra. Hins vegar er skólum ætlað að vinna gegn fordómum samvæmt aðalnámsrká og það er einmitt það sem hinsvegin fræðala gengur út á. Besta vörnin gegn fordómum er fræðsla.
Sigurður M Grétarsson, 28.4.2015 kl. 20:43
Ertu ekki sjálfur með smá öfgar ? Það er ekki að fara að "kenna neina kynhegðun" Þetta er venjulegt fólk sem lifir venjulegum lífum. Bara kýs að lifa því með sama kyni. Það er ekkert óvenjulegt við það að tvær manneskjur elski hvor aðra, er það ? Þau vilja einfaldlega fræða, ekki kenna.
Elísabet (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 12:40
Elísabet!! ég er ekki að halda því fram að verið sé að kenna einhverjum kynhegðun og veit raunar ekki hvað þetta sem kallað er hinsegin fræðsla er, og hef enga skoðun á því. þetta er bara ábending um þessa mismunun sem virðist sjálsögð í hugum sumra.
Já það er ekkert óvenjulegt við að tvær manneskjur elski hvor aðra, það er hinsvegar frekar óvenjulegt að þær séu af sama kyni.
Altso!!
Venjulegt fólk fellir hug til einstaklinga af gagnstæðu kyni.
Venjulegt fólk skrifar með hægri hendi.
Venjulegt fólk er ekki offitusjúklingar.
Venjulegt fólk er ekki maraþonhlauparar.
Venjulegt fólk er ekki samkynhneigt.
Að vera ekki venjulegur er ekki endilega neikvætt.
Guðmundur Jónsson, 14.5.2015 kl. 15:26
Elísabet, ef þetta er svona rosalega eðlilegt hvers vegna þarf þá að fræða?
Viðar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2015 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.