15.5.2015 | 11:14
Eurovision á yfirfalli eins og alltaf.
Um daginn var frétt þar sem fullyrt var að 90% íslendinga fyldust með Eurovision sem er víst heimsmet. Raunin er sú að þeir sem horfa á fréttir á íslandi fylgjast með Eurovison einfaldlega vegna þess að það er lítið annað í fréttum fjölmiðla þennan tíma.
Í gær var þáttur á ruv þar sem einhver hafði dundað sér við að setja ljósmyndir af ABBA (sem vann Eurovision fyrir löngu síðan), saman í heila kvikmynd. Aðal frétt dagsins (Að mati ruv) var vitanlega ferð íslendinga utan að taka þátt í Eurovision og, að álitsgjafar hafi verið yfir sig hrifnir af laginu. þetta er raunar sama fréttin og í fyrra og hittifyrra, og gott ef ekki alltaf, nema kannski þegar Ágúusta Eva fór fyrir hönd íslands.
Ekki veit ég hvað veldur þráhyggju íslenskar fjölmiðla gagnvart Eurovision en hún er greinileg og virðist síst fara minnkandi.
Talið niður að Eurovision: 7 dagar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.