17.8.2015 | 09:29
Ógn úr vestri.
Vesturevrópa réðist á Rússa fyrir 80 árum síðan undir merkjum þjóðverja. Þá varð mannfall í Rússlandi um 10 miljón manns eða helmingur allar fallinna í seinni heimstyrjöldinni. Rússar hafa því gilda ástæðu til að vera hræddir við ógnina úr vestri. Við verðum virða og skilja þennan ótta þeirra í okkar samskiptum við þá.
Í mínum bókum er ekkert sem gerir Rússana verri en þjóðverja þetta er hinsvegar stór og valdamikil þjóð sem ver hagsmuni sinna borgara með kjafti og klóm. Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu er ekki óeðlilegt í ljós þess að fólkið þar er að stórum hluta Rússar og vill vera það Og þegar við bætist að NATO mun að öllum líkindum stækka og færast nær Rússlandi ef stefna Úkraínskra stjórnvalda nær fram að ganga, þá er þeirra íhlutun fullkomlega eðlileg.
Menn viðast vera búnir að gleyma því að Rússum stafar raunveruleg ógn frá Vesturevrópu sem er sögulega meiri en ógnin sem Vesturevrópu stafar af Rússum.
"Rússarnir koma" Þegar ég var pjakkur í sveit var þetta orðtak notað þegar illa stefndi. Ég man eftir hrekk þar sem nýr vinumaður var plataður til að kasta sér niður (í skjól fyrir skothríð) þegar einhver hrópaði "Rússarnir eru að koma"
Umræðan á íslandi virðist mér enn vera lituð af þessu, Rússarnir er vondu kallarnir sama á hverju gengur.
Bjarni: Efasemdir um þvinganirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.