Ódýr í rekstri fyrir hvern ?

Þessi bíll er dýrari en sambærilegur bensínbíll. Eigandinn sjálfur borgar hinsvegar ekki kostnaðinn við hann heldur eru það þeir sem borga skatta af öðrum bílum sem greiða fyrir hann. Eigandinn borgar nefnilega enga skatta af rafbílum hvorki Vask, þungaskatt í eldsneyti né lúxusstolla, Þannig að eigandinn sér í raun kolranga mynd af kostnaðinum við að eiga og reka svona bíl.

Þetta gengur á meðan rafbílar eru minna en 5 % af flotanum en þegar þeir verða fleiri en það verður að hækka skatta eða leggja þessi sömu gjöld á alla rafbíla. 

Í ofanálag þá trúir fólk því jafnvel að það sé umhverfisvænt að aka um á þungum, rándýrum orkusóðum sem rafmagnsbílar eru. En í raunheimi þá fer því fjarri.

Ef þú vilt vera á umhverfisvænum bíl þá er meginreglan sú að léttasti bíllinn sem þú kemst af með að nota er jafnframt sá umhverfisvænsti. Í bónus fæst þá líka lágur rekstrarkostnaður því létt farartæki slíta minna dekkjum (og vegum) og eyða minna eldsneyti.


mbl.is Sjö manna rafbíll fyrir stórfjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rafbílar eru dýrari en sambærlegir bensín/dísel bílar, þrátt fyrir að rafbílar sleppi við tolla og gjöld.

Verðmismunurinn jafngildir að hægt sé að kaupa bensín/dísel fyrir meir en 100.000 km akstur. En það er nálægt þeim akstri sem framleiðendur ábyrgjast rafhlöðuna í rafbílum.

Þegar rafhlaðan er ónýt, er bíllinn einnig ónýtur, þar sem kostnaður við nýja rafhlöðu er svo mikill að engan veginn svarar kostnaði að skipta henni út. Þess vegna er svo vinsælt hjá framleiðendum rafbíla að auglýsa að rafhlaðan endist bílinn, þegar staðreyndin er að bíllinn endist rafhlöðuna.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd, þegar verð rafbíla er skoðað, að ofaná skattaafslætti við innflutning þessara bíla þá njóta verksmiðjurnar mikilla skattafslátta í sínu heimalandi, fyrir framleiðslu þeirra. Því er verðmunurinn enn meiri.

Rafbílar eiga vissulega rétt á sér og víst að í framtíðinni munu þeir verða ráðandi. En enn er langt í land með að þeir séu samkeppnisfærir. Drægni þeirra hefur aukist verulega, en himinn og haf er í að framleiðslukostnaður þeirra sé ásættanlegur.

Því er gott að fávíst fólk kaupi þessa bíla. Það eykur líkurnar á að þróun þeirra komist einhvertímann á það stig að venjulegt hugsandi fólk geti eignast slíkan kostagrip.

Gunnar Heiðarsson, 8.12.2015 kl. 10:50

2 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir utan rafhlöður er rafmagnsbíll bara bíll og með rafmótor er hann ódýrari í framleiðslu og ódýrari í viðhaldi heldur en bíll með bensín/dieselmótor.

Hvað varðar að bíllinn sé ónýtur þegar battríin eru ónýtt þá þarf að hafa í huga að endingartími bíls sem keyrður er í saltpækli er svona u.þ.b. 8-12 ár sem er svipað og ætla má að batteríin endist, algengt er að gefin sé 8 ára ábyrgð á þeim og samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið virðast þau vera að endast heldur betur en gert var ráð fyrir.

Og síðan er verðið á þeim í frjálsu falli, síðustu árinn hefur lækkuninn verið um 5% á ári og eykst. Margir spá því að þegar risaverksmiðja Tesla opnar muni verðið hrinja en sú verksmiðja ein og sér mun tvöfalda heimsframleiðsluna á rafhlöðum.

Einar Steinsson, 8.12.2015 kl. 23:01

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrri innleggið Gunnar og viðbæturnar. Ég er hinsvegar ekki viss um að það sé gott að fávísa konan kaupi svona bíl því framleiðsla þeirra stóreykur mengun í heiminum, bæði co2 og aðra "verri" mengun. Rafbíllinn sjálfur er löngu orðin nothæfur og kannski óþarfi þróa hann frekar, vandinn er allur batteríin, Þau þróast hvort sem bílar eru að nota þau eða ekki. Eitt tæðasta stökkið í batteríum kom eftir að Clinton stjórnin í bna setti X miljónir dollar í í slík verkefni. En aðal þróunin er og verður vegna tækja eins og síma sem er raunverulega praktíkst að láta ganga fyrir batteríum.

Guðmundur Jónsson, 10.12.2015 kl. 10:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Einar Steinson, takk fyrri innleggið. Rafmagnsbíll er ekki bíll nema að í honum sé rafhlaða, ef þú tekur batteríið úr honum þá breytist hann í kassabíl sem færist ekki úr stað nema að honum sé ýtt.

Og jú rafhlöðurnar verða alltaf ódýrari með tímanum en það er ekki margt sem bendir til þess að þau verð hagkvæm í bíla í náinn framtíð (kannski 5 ár ?). Og það verð þau sennilega aldrei með tilliti til heildar mengunar í heiminum, því orkan sem fer í knýja bíla á heimsvísu kemur öllu einum grautarpotti og ef þú eyði rafmagni á bílum, þarf bara að brenna jarðefnaeldsneyti einhverstaða annarstaðar til toppa upp pottinn.

Guðmundur Jónsson, 10.12.2015 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband