22.000 í vandlætingarkasti.

Fullorðið fólk að henda rusli í þinghúsið og lemjandi potta af vandlætingu yfir því að forsætisráðherra og eða öllu heldur eiginkona hans eigi eignir í útlöndum, sem hefur verið vitað lengi og er löglegt.

Ég á eignir í útlöndum og tel mig ekki verri enn kommana á austurvelli vegna þess.


mbl.is „Nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst ekki um hvað hann á eða á ekki. Þetta snýst miklu frekar um það að maður sem er kosinn af þjóðinni til að vinna fyrir þjóðina skuli hafa átt hlut í fyrirtæki sem er kröfuhafi í föllnu bankanna og ekki gert grein fyrir því þegar hann var kjörinn og svo í framhaldi logið um það blákalt þegar það kemst upp. En þér finnst það kannski allt í lagi? 

Davíð (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 08:44

2 identicon

Síðuhafi hefur augljóslega ekkert fylgst með að undanförnu. Legg til að þú kíkir aðeins á fréttir síðustu daga.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 09:17

3 identicon

Góðu fréttirnar eru þær að vinstrahyskið kemst ekki til valda á þessu kjörtímabili, því að það verða engar kosningar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 17:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Davíð! Hvernig átti hann að gera grein fyrir því án þess að fá óvitana með pottana niður á Austurvöll ?

Og Nei mér finnst alls ekki í lagi að það sé ekki hægt að segja sannlekann á íslandi án þessa verða fyrir aðkasti. Eins og þegar Ingibjörg Sólrún sagði forðum Háskólabíó "Þið eruð ekki þjóðin" sem var dagsatt en allt varð vitlaust.

Guðmundur Jónsson, 5.4.2016 kl. 23:02

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sigurður!  Jú ég bæði ég fylgist með og skil það sem er að gerast í kringum mig, en til þess er ekki hægt að styðjast við fréttir nema að litlu leiti.

Guðmundur Jónsson, 5.4.2016 kl. 23:08

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Pétur. Já það er jákvætt en tímaeyðslan og ruglið í kringum þetta er dýrt.

Guðmundur Jónsson, 5.4.2016 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband