Vinstrimenn í Hollandi að leysa vitlausa hnúta.

Rafmagnsbílar eyða orku eins og aðrir bílar og raunar meiri orku en einfaldir bensínbílar ef allt er talið, eins og orkan sem fer í framleiðslu þeirra og orkan sem fer í viðhald vega vegna aukins umferðarþunga (rafbílar eru þyngri og þurfa að fara lengri vegalengdir vegna minna drægi).

Þetta held ég að sé ekki umdeilanlegt og flestir séu samála þessu.

Þá stendur eftir að orkan sem rafbílar eyða þarf að vera umhverfisvæn og endurnýjanleg til þess að réttlæta notkun þeirra með tilliti til umhverfissjónarmiða. 

Hér með er mynd af orkunotkun manna á jörðinni til 2014.  þetta er orkupotturinn samtal um 55.000 TWh á ári. 2014 var 85% orkunnar fengin með jarðefnaeldsneyti og 15% með öðrum leiðum og þar af aðeins 10% með endurnýjanlegum umhverfisvænum aðferðum. 

Stóra myndin er svona:

Til þess að minka brennslu jarðefnaeldsneytis á jörðinni þarf annaðhvort að auka við hlutfall endurnýtanlegra orku í pottinum eða minka heildarnotkunina. Framleiðsla og notkun rafbíla gerir hvorugt og raunar eykur hún við heildarorkuþörfina og sú orkan getur í reynd bara komið frá brennslu jarðefnaeldsneytis eins og staðn er í dag því það er breytan sem toppar upp pottinn.

Þetta þýðir á mannamáli að rafbílar eyða meiru af óendurnýjanlegum orkugjöfum jarðarinnar en venjulegir bensínbílar og "menga því meira", Þvert á það sem margir halda.

Eina leiðin til þess að vera GRÆN er að eyða minni orku eða framleiða endurnýjanlega orku.

OrkaWord


mbl.is Vilja bíla með brunavél í bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Nýtni rafmagnsbíls er um 80% á meðan nýtni hefðbundins bensínbíls er um 20% og þrátt fyrir yfir 100 ára þróun hefur hún sáralítið batnað og þetta með að það sé svo óskaplega mikið meiri orka í að framleiða þá er mýta sem á við engin rök að styðjast, rafmagnsbílar eru bara bílar og stæðstur hluti þeirra fyrir utan drifrás og batterí er nánast eins og drifrásin er mun einfaldari og léttari.

Það er sífellt augljósara að fleiri og fleiri bílaframleiðendur gera sér grein fyrir að dagar sprengihreifilsins sem aðalorkugjafa í bílum eru taldir, hann mun kannski lifa eitthvað lengur í tvinnbílum sem varaorkugjafi en rafmagnsbílar eru framtíðin.

Hlutur endurnýjanlegrar orku vex líka stöðugt, Þjóðverjar náðu t.d. því marki síðastliðið sumar að hlutur endurnýjanlegrar orku í landinu var á tímabili yfir 50%.

Einar Steinsson, 25.4.2016 kl. 21:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi ATH fór einhveja hluta fram hjá mér Einar ág biðst afsökunar á því að svara henni svona seint

Varðandi nýtni bensínbíla/dísel versus rafbíla þá er það þannig að nýr bensínbíll nær að minnsta kosti 35% meðalnýtingu ef ekki er tekið tillit til nokunnar á miðstöð sem getur aukið nýtnihlutfallið veruleg því varmaflið er annars ónýt. Varlega ætlað gæti það þýtt að nýtni slíkra bíla fari í allt að 45% á köldum stöðum. Tvinnbílar eru um 10-30% betri sem þýðir að þeir ná heildarnýtni í allt að 60% en þurfa þá gjarnan talsverða rafhitun til kyndingar og eru þess vegna minna hagkvæmir á köldum stöðum.

Það er rétt að rafbílar eru með 80% nýtni að hámarki. Mínusinn er hinnsvegar sá að öll varmorkan sem þarf til að hita bílinn  þarf að koma frá þessum 80% það getur aðveldlega verið  helmingur af orkuþörfinni þar sem eknar eru stuttar vegalegdir á köldum stöðum. Til einföldunar þá má segja að drægi rafbíla sé í samræmi við 80% nýtnihlutfallið, en þegar rafbíll sem á að komast 150 kílómetra á hleðslunni kemst bara 75 kílómetra í ófærð á vertum er nýtni hans komin niður í 40%.  Og þegar við bætist að hann þarf að far oftar til hleðslu og eyðir meir orku af því að hann er þyngri er alveg há hreinu í mínum huga að  heldarnýtni Rafbíla (fyrir utan framleiðslu hans) er minni en á hefðbundum tvinnbíl Og besta falli á pari við sparneitna bensínbíla.

Guðmundur Jónsson, 31.5.2016 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband