Trump er ekki á sömu skoðun og nútíma sérfræðingar í umhverfisvermd.

Það þýðir samt ekki að hann sé ekki umhverfisverndarsinni eins og látið er í veðri vaka af andstæðingum hans.

Trump telur að öll mengun (önnur en CO2) í heiminum sé stærra vandamál en CO2 Og það sé í reynd ekki forsvaranlegt að auka við heildar mengun til þess eins að minka losun CO2. Nútíma umhverfisverndarsinnar einblín á CO2 og virðast tilbúnir að fórna öllu fyrir minnkun CO2 losunar. Flest allar aðgerðir sem farið hefur verið í til að minka CO2 losun fram til þessa hafa aukið á heildarmengun. Augljós dæmi eru aukning á notkun díselvéla smábílum og framleiðsla á rafhlöðum fyrir rafbíla.

Það verður að horfa heilstætt á dæmið. Umhverfivernd þar sem minnkun losunar á CO2 er eina markmiðið gerir það ekki og veldur í raun aukningu á heildarmengun í heiminum. 

Ég og Trump erum sammála í þessu. Sóun verðmætra auðlinda er ekki til þess fallin að bæta stöðuna til lengri tíma.

 


mbl.is Óttast framtíðina með Trump í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband