6.10.2017 | 13:25
Hlöður eru fyrir hey.
Svona lítur það út. Heyrúllur eru gjarnan settar í plast svo ekki þurfi að geyma þær í hlöðu. Hlöður dagsins í dag eru því gjarnan (hlutfallslega) minni en áður en þær eru engu að síður við öll hesthús íslandi.
Rafhlöður eru fyrir rafmagn. Hleðslustöð fyrir rafhlöður er þá rafhleðslustöð eða stytt hleðslustöð /(með vísan í bensínstöð). í framtíðinni munu þetta vera stór bílaplön um allt. Eins og staðan er núna þarf 2-4 slík fyrir eina bensínstöð. það verða þá hleðsluplön eins og myndin sýnir.
Opna hlöður í Vík og á Kirkjubæjarklaustri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki Hlaða upphaflega komið af sagnorðinu " að hlaða". Þú hleður heyinu upp í hlöðunni og þú hleður inn rafmagninu á geymirinn. Svo hleður þú geyminn í rafmagnsbílnum þínum á hleðslustöðinni. En sennilega hefði verið réttara að kalla heyhlöðuna " Heygeymir" En það hljómar bara svo andskoti illa.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.10.2017 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.