7.11.2017 | 12:27
Horfnir draumar.
Það sem stendur einna helst í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar á íslandi í dag er í reynd leifar af kommúnisma og hatur ákveðinna einstaklinga á Sjálfstæðisflokknum.
Samfylkingin og Vinstri grænir eru stjórnmálaflokkar sem báðir byggja sinn grunn á sameiginlegri undirstöðu kommúnisma síðustu aldar sem Hannes Hólmsteinn gerir svo góð skil í þessari grein.
Frá miðri síðustu öld var pólitík vinstri-jafnaðarmanna á Íslandi lituð af því að kommúnistar náðu að sameinast þeim í Sósíalistaflokknum á fölskum forsendum og þar með hófst samfeld þrautaganga sem enn sér ekki fyrir endann á. Staðreyndin er sú að innan veggja VG og Samfylkingar eru enn menn og konur sem eyddu öllum sínum uppvaxtar og þroskaárum í trú á betra líf með Stalín í broddi fylkingar.
Frá hruni Sovétríkjanna hefur þetta fólk í reynd verið rekið áfram af hatri á öllum þeim sem eyðilögðu fyrir þeim drauminn.
![]() |
Allir eru að tala við alla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.