8.11.2017 | 10:00
Samningamaður andskotans ?
Stórkallalegar fyrirfram kröfur í fjölmiðlum eru ekki líklegar til að skila samningum og stórskaða það samningaferli sem framundan gæti verið.
Katrín er ekki svo vitlaus að vita þetta ekki.
Ég held því að hún sé í raun ekki að fara í stjórn með D. Baklandið í flokknum leyfir það einfaldlega ekki og þau mundu setja flokkinn á anna endann ef af þessu yrði. VG verður sennilega ekki stjórntækur flokkur fyrr en gömlu kommarnir eru allir dauðir.
Breið stjórn er sennilega meiri séns með Samfylkingu úr þessu þó ekki sé það líklegur kostur.
"Siðbótin" sem fólst í því að ljúga sakir upp á saklaust fólk og herkja það úr starfi ítrekað til að koma vinstrisinnuðum stjórnvöldum að er einfaldlega ekki að ganga í kjósendur. Þeir höfnuð þessari aðferðafræði í kosningum 2016 og 2017. Stjórnin til hægri, DBMF er það rökrétta í kortunum.
Þreifingar við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara Brids sögn hjá Katrínu? Sem þýðir: Bakland flokksins samþykkir stjórnarmyndun með sjálfstæðisflokki ef VG fær forsætisráðherrann.
Jósef Smári Ásmundsson, 8.11.2017 kl. 11:25
Við sjáum öll spillin(kosningaúrlitin). Þau eru þannig að Bjarni er forsætisráðherra. Þannig að Brids passar frekar illa.
Ég horfði á Svavar Gests í viðtali Sigmundi Erni í gær. Þar sakaði Svavar Bjarna um siðleysi, spillinu ,lygar og yfirhylmingar, svona til að hjálpa Katrínu í væntanlegum viðræðum, eða hitt þó heldur. Hann og fleiri í VG trúa því mjög innilega að Bjarni Benidiktsson sé stórhættulegur glæpamaður. Ég sé ekki hvernig þetta á að geta gengið en ellt er kannski hægt.
Guðmundur Jónsson, 8.11.2017 kl. 12:13
Því miður er þarna um að ræða pistil, sem segir ALLA SANNLEIKANN og kannski það sem aðrir höfðu kannski ekki þorað að segja. Þessir "GÖMLU KOMMATITTIR" setja KREDDUR OG GAMALT HATUR fram yfir þjóðarhag og eins og þú sagðir breytist sennilega ekkert fyrr en áhrifa þeirra hættir að gæta. Og ég get bara ómögulega gert að því að mér finnst að það ætti að vera forgangsverkefni VG að losna við Gunnarsstaða Móra......
Jóhann Elíasson, 8.11.2017 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.