22.1.2018 | 11:02
Borgarlína er fyrir þá sem kunna ekki að reikna.
Ef húsasmiður þarf að eyða auka 30 mínútum á dag í strætó vegna vinnu þá er það samtals um 10 tímar á mánuð eða 120 tímar á ári. Útseld vinna húsasmiðs er ódýrust um 5000 kr án Vask sem þýðir að hann verður af 600.000kr tekjum ef hann notar strætó og þarf að greið um 100.000 kr í strætó. Ef hann hinsvegar notar lítinn sendibíl sem kostar nýr 2.000.000 getur hann veit betri meiri þjónustu (útseljanlegur sendibíll) og unnið lengur. Augljóslega hefur hann ekkert val. Hann verður að ver á bíl.
Ef lögfræðingur þarf að eyða auka 30 mínútum á dag í strætó vegna vinnu þá er það samtals um 10 tímar á mánuði eða 120 tímar á ári. Útseld vinna lögfræðinngs er ódýrust um 10.000 kr án Vask sem þýðir að hann verður af 1.200.000kr tekjum ef hann notar strætó. Augljóslega er því eini valkostur hans líka að nota bíl.
Borgarlína er í grunnin bara aðgerð sem skerðir þjónustu við alla nema þá sem hafa afgangs tíma til að eyða í strætó. Hverjir eru það ? Túristar.?
Til að kom á móts við þarfir vinnandi fólks þarf Reykjavík betri vegi og vegtengingar í allar áttir, göng eða brýr á sundin og fleiri bílastæði í borginni.
Segir grein Frosta rökleysu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ef hann leggur hálftíma fyr í vinnuna í stað þess að koma hálftíma of seint? Er það ekki lógískt? Smiður sem mætir hálftíma of seint alla daga er vís með að missa vinnuna. Hann getur ekki kennt samgöngum um það, eða hvað?
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2018 kl. 11:59
Það er kanski illa hægt að horfa á hagkvæmni ferðamátans út frá sjónarmiði launþegans nema að því leiti að hann græðir frítíma á styttri ferðatíma.
Ég helt hisvegar að nokkuð rétt mynd fáist með því að miða við vertaka, Hann þarf jú alltaf að bera allan kostnaðinn sjálfur.
Guðmundur Jónsson, 22.1.2018 kl. 12:57
Staðlaður ferðamáti með strætó/borgarlínu, eða hvað sem menn vilja kalla það,hentar launafólki sem vinnur á sama stað frá kl. 8/9 til kl. 16/17. Og þá aðeins ef það á hvorki börn né ber ábyrgð á heimilisrekstri.
Alls ekki verktökum hverju nafni sem þeir nefnast.
Kolbrún Hilmars, 22.1.2018 kl. 14:08
Um leið og Íslendingar fara eitthvert í borgarferð þá hoppa þeir glaðir uppí strætó eða sporvagnm og líka ef þeir búa úti í lengri eða skemmri tíma, t.d. sem námsmenn. En hér heima finna menn þessi allt til foráttu.
Skeggi Skaftason, 22.1.2018 kl. 14:53
Kolbrún H þetta kann að vera rétt en þá verða viðkomandi launþegar að virða tímann sem þeir eyða aukalega í strætó eða lest einskis. Það á als ekki við alla og margir taka bara alls ekki strætó bar vegna þess að þeim finnst það leiðinlegt.
Skeggi. Ég hef komið víða í borgir. Til dæmis New York, London og Chicago. Alltaf vel ég að vera á bílaleigubíl eða leigubíl frekar en að eyða tíma í subbway. Ég fór reyndar í London subwey á níunda áratugnum sem var mjög eftirminnalegt vegna slæms ástands vagnanna og liðsins sem þá notaði, þetta var reyndar á laugardagskvöldi. En síðan hef ég ekki komið upp slík farartæki og fer frekar fótgangandi eða hjólandi en að not þau.
Guðmundur Jónsson, 22.1.2018 kl. 16:30
Borgarlína er í grunnin bara aðgerð sem flýtir för strætó og styttir þann tíma sem fólk notar í ferðir. Sama hvort það eru trésmiðir eða lögfræðingar sem sitja í strætó. En það eru ekki stéttir sem ráða úrslitum um hvort borgarlínan sé lausn sem gagnast borgarbúum. Seint finnst ein lausn sem hentar öllum og fæstir geta ekið um á sendibílum og látið aðra borga kostnaðinn.
Ef þær yfir 10 milljónir farþega á ári spara 5 mínútur hver með tilkomu borgarlínu þá eru það um 95 ár sem notendur strætó græða, eða rúmlega 4 milljarðar á taxta trésmiðsins. Það er slatti, einnig fyrir þá sem ekki kunna að reikna.
Gústi (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 21:26
Það eru nú fleirri en húsasmiðir og lögfræðingar sem nota strætó, ég t.d. og tilheyri ég hvorugri starfsstéttinni.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 07:21
Gústi
""Borgarlína er í grunnin bara aðgerð sem flýtir för strætó og styttir þann tíma sem fólk notar í ferðir. Sama hvort það eru trésmiðir eða lögfræðingar sem sitja í strætó.""
Sem væri hið besta mál ef þetta væri ekki gert á kosnað allra þeirra sem verða að nonta bíla eða hjól. sem eru nú með yfir 90% af öllum ferðum á meðan strætó er með 5% samkvæmt síðustu mælingum.
Ef borgalínan hægir á umferð allara hinna og lengir hverja ferð um 1 mínútu þá þurfa þeir að tapa 15 mlilljörðum ári til að þeir sem nota borgarlínuna hagnist um 4.
Þetta er nátturlega galið.
Guðmundur Jónsson, 23.1.2018 kl. 08:46
Jóhannes. Það er fullt af fólki sem notar strætó og líkar það vel. það eru hinsvegar miklu miklu fleiri sem gera það ekki af margvíslegum ástæðum. Ein er tíminn sem þetta tekur, önnur er veðurfar, en algengasta ástæðan er örugglega að það er hagkvæmt fyrir vinnandi fólk að eiga og nota bíl, það sparar tíma og eykur afköst.
Guðmundur Jónsson, 23.1.2018 kl. 09:03
Jón Steinar, er tíminn þinn einskis virði? fyrir hverja mínutu sem ég eyði í óþarfa er ég búinn að tapa hluta af minni dýrmætustu eign, sem er tíminn minn, ég verðlegg tímann minn dýrt hvort sem ég er í vinnu eða ekki. Þannig að þegar talað er um 30 mín tap á dag vegna vinnu þá þýðirþ að ekki að viðkomandi mætir seinna, þetta er tíminn sem hann verðmetur á ákveðna tölu og því er það tap hvort sem unnin er vinna eða ekki.
Halldór (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:06
Borgarlínan tekur strætó úr almennri umferð og ætti því að flýta fyrir þeirri umferð en ekki hægja á henni. Semsagt, ef borgalínan flýtir umferð allra hinna og styttir hverja ferð um 1 mínútu þá munu þeir græða 15 milljarða ári og þeir sem nota borgarlínuna hagnast um 4.
Gústi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 12:06
Nei Gústi þetta er rangt, Samkvæmt öllu því sem ég hef séð um þetta er eingöngu verið að breyta venjulegur vegum, sem allir geta notað núna í vegi sem eru bara fyrir almenningsvagna borgarlínunnar.
Guðmundur Jónsson, 23.1.2018 kl. 12:32
"..Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. Borgarlínan verður hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna. Hún mun gera þeim kleift að mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli..."
Gústi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 14:55
Já já. ég var líka búinn að lesa þetta Gústi, þetta stenst bar ekki skoðun. Þetta er ekki viðbót heldur er verið loka á almenna umferð til að greiða fyrir umfer strætó. Fólk verður að hætta að nota bíla og nota strætó í staðin sem það gerir vitanlega aldrei, nema að það verði svo mikið þrengt að bílaumferð að það hætt að spara tíma að nota þá.
Guðmundur Jónsson, 23.1.2018 kl. 17:42
Það getur ekki verið neikvætt, ef almennings samgöngur greiða úr umferðarteppum. Ekki að standa í röð eins og í stórmarkaði á föstudags seinniparti, til þess að fara í vagnana. Sér akrein til að strætó geti tekið fram úr öllum hömmerunum og míní-bílunum. Og það besta við þetta allt saman er að þá komast hömmerarnir og míníarnir frekar áfram á aðalbrautunum.
Það versta væri ef allir yrðu skyldaðir til að hjóla alla leið frá einum enda höfuðborgarsvæðisins til annars enda. Þeir mega hjóla, sem vilja og geta hjólað allra sinna ferða. En það geta það ekki allir.
Borga fyrirtæki og starfsmenn ekki almennt háa skatta á Íslandi? Er ekki rétt að skattar og lífeyrissjóðir fari í að þjónusta almenning, frekar en að setja stóran part úr skattræningjasjóðum og lífeyrissjóðum í lokaða og fjármagnstapaða verksmiðju í Helguvík? Og svo framvegis...?
Til hvers að borga háa skatta, og borga þar að auki óverjandi háar upphæðir í ólögleg fjárfestingafyrirtæki áhættufjárfesta. Áhættufjárfestinga fyrirtækjasjóði, sem eru á snobbaranna ræningjamáli kallaðir "Lífeyrissjóðir"?
Áhyggjulaust ævikvöld með áhættufjárfestanna tæmdum "lífeyrissjóðum"? Úbs, allt tómt?
Huggulegt?
Eða hitt þó heldur, óverjandi glæpastýring ræningjamafíu-stjóranna andlitlausu og ábyrgðarfríuðu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 22:32
Það sem ekki stenst skoðun eru þær hugmyndir sem þú hefur um borgarlínuna og samrýmast ekki skipulagi hennar, hönnun, hlutverki og yfirlýstum tilgangi. Ég get lítið gert að því þó eitthvað kaffistofuspjall hafi gefið þér einhverjar ranghugmyndir sem þú vilt halda í eins og trúarbrögð.
Gústi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 23:01
""Það sem ekki stenst skoðun eru þær hugmyndir sem þú hefur um borgarlínuna og samrýmast ekki skipulagi hennar, hönnun, hlutverki og yfirlýstum tilgangi.""
Hvað er nákvæmlega rangt í mínum hugmyndum Gústi ? . Mun borgarlínan ekki þrengja að annarri umferð ? eða munu Reykvíkingar fara að taka strætó auknu mæli út af einhverju sem ég sé ekki ?
Ég held að málið sé bara þannig vaxið að Reykjavík og nágrenni er borg að stærðargráðu sem þarf ekki að taka skref aftur fortíðina með aukningu í ferðum almenningsvagna. Reykjavík er borg sem gæti alveg eins tekið skref til framtíðar og lagt slíkar samgöngur að mestu af með alvöru Uber þjónustu á minn bílum
Guðmundur Jónsson, 24.1.2018 kl. 09:03
"...Hún mun gera þeim kleift að mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli..." Borgarlínan mun því ekki þrengja að annarri umferð. "..Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem..." Borgarlínan tekur strætó út úr annari umferð, nýtt samgöngukerfi ekki hluti af því gamla. En þar sem þetta er trúaratriði fyrir þér þá veit ég að þú vilt ekki trúa þessu og heldur áfram að hald einhverju fram sem þér datt í hug en hvergi er fótur fyrir.
Bless, og hafðu góðan dag.
Gústi (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 09:33
Ég gæti líka reynt að segja leigjandanum mínum að ég hygðist breytta hálfri íbúðinni hans í hótel herbergi, hann hann þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af minni plássi því það sé til svo fínar skápalausnir í IKEA.
Guðmundur Jónsson, 24.1.2018 kl. 17:55
Edilega lesið þetta
https://romur.is/borgar-sigekki-lina/
Guðmundur Jónsson, 25.1.2018 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.