27.1.2018 | 13:53
Vegur ófær út af hálku ?
Vegur sem er sæmilega fær eindrifsbíl á sumardekkjum í auðu getur aldrei orðið ófær vegna hálku nem þá fyrir vanbúna klaufa á einsdreifsbílum eða í ofsaroki.
Hér er því tekin ákvörðun um að loka vegi sem er augljóslega fær fyrir flesta þá sem eru búnir til vetrarferða.
Ég er búinn að fara nokkrar ferðir til og frá Reykjavík í desember og janúar og tvisvar hef ég þurft að aka um lokaða vegi í ágætri færð, einu sinn um Hellisheið með því að aka upp gömlu Kambaleiðina af stað, (þannig sér maður aldrei lokunarskiltin við hringtorgið) og einu sinn um Krísuvíkur veg.
Með öðrum orðum, ég er stein hættur að taka mark á lokunum veggerðarinnar, þeir loka bara ef þeir nenna ekki að vinna orðið.
Bláfjallaleið ófær vegna hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gætir eins notað sömu heimskulegu rökin til að útskýra hvers vegna þér ætti að vera heimilt að aka á 150 km hraða og hvers vegna þú gerir það. Umferð um vegi landsins og ákvarðanir vegagerðarinnar um lokanir miðast ekki við trú þína á hugsanlega getu þína og þíns búið til vetrarferða ökutækis. Þú ert nefnilega einn af þeim sem björgunarsveitir gætu þurft eða hafa þurft að sækja þangað sem lokað hefur verið fyrir umferð.
Gústi (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 18:05
Það er alls ekki sambærilegt að aka of hratt eða aka varlega um færa vegi í góðu skyggni.
Og jú það er alveg rétt veggerðin miðar alls ekki við mínar þarfir og fjölmargra annarra sem eiga og nota sæmilega bíla á veturna. Finnst þér bara alveg sjálfsagt að loka vegi í góðu veðri fyrir 95% þeirra sem þurfa nota hana af því það gæti hvesst á einhverja túrista yarisum ?
Guðmundur Jónsson, 28.1.2018 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.