17.10.2018 | 16:35
Er líklegt að Dagur sé veikur ?
Helga Vala segir Það leikur sér enginn að því að veikjast
Ok, en tölfræðin er svona:
Á íslandi eru þeir sem vinna hjá opinberum aðilum helmingi líklegri til að fara í veikindaleyfi en þeir sem vinna á almennum vinnumarkaði.
Það má vera ljóst að það er ekki vegna þess að vinnuaðstaðan er verri. Það er vegna þess að meir en helmingur veikindadaga ríkisstarfsmanna er leikaraskapur, (þjófnaður á almannafé).
Þar sem Dagur er ríkisstarfsmaður og siðferðisþrek hans líklega á pari við aðra slíka, þá má halda fram að tölfræðilega sé líklegra að Dagur sé bara að þykjast vera veikur en að hann sé raunverulega veikur.
Svei þér Eyþór Arnalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara að benda þér á nokkur atrið. Dagur er ekki ríkisstarfsmaður, Dagur er kjörinn borgarfulltrúi og meirihlutinn samþykkti að hann yrði borgarstarfsmaður. Dagur upplýsti fyrr í sumar að hann þjáist af sérstakri tegun Gigtar sem flakkar innvortis milli líffæra og liðamóta og m.a. þessvegna hefur hann gengið við staf. Ein af fylgifiskum þessarar gigtar er að hætta er á svona sýkingum og þær geta valdið honum alvarlegum skaða.
Ég er m.a. borgarstarfsmaður og get upplýst þig um að ég hef verið veikur um það bil 1 dag síðustu 2 árin og vinn með fjölda borgarstarfsmanna á öllum aldri og sé ekki að veikindi í þeir hópi séu neitt meiri en hjá öðrum. Síðan væri gott að minna þig á að meira en helmingur nær 2/3 þeirra vinna á sjúkrahúsum, framhaldskólum og háskólum og eins er þetta hjá Borginni. Þar vinna flestir borgarstarfsmenn í skólum, leikskólum, á heimilum fólks með fötlun. Hinn hlutinn er m.a. að vinna á þjónustumiðstöðum að sinna málum sem snerta þjónustu við bogarbúa m.a. Væri gaman að vita hvað borgarbúar segðu ef það væru engir til að sinna þeim.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2018 kl. 00:00
Ég skil ekki hvað þú ert að fara Magnús.
Það kann vel að vera að þú sért lítið veikur og Dagur sé mikið veikur, og það kann líka vel að vera þú vinnir í einhverjum ofur hraustum hóp opinberra starfsmanna.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að opinberir starfsmenn bóka sig veika og fá full laun að jafnaði í einn mánuð á ári. Það er nákvæmlega helmingi meiri veikind en á almennum vinnumarkaði á íslandi.
Dæmi :
Grunnskóla kennarar á íslandi fá stærri hlut af þjóðarframleisðlu á íslandi en í öllum löndum sem við berum okkur saman við, engu að síður skora íslenskir grunskólanemar mjög lágt í allþóðlegum viðmiðum með tilitit til námsárangurs.
Er það kannski vegna þess að Grunskolakennarar vinna bara í 7 mánuði á ári en fá borgaða 12 ?
Guðmundur Jónsson, 18.10.2018 kl. 14:20
Sæll Guðmundur,hvað sem líkindareikni-dæmi þínu líður um veikindi opinberra starfsmanna,geturðu alls ekki borið þetta á borgarstjóra Dag B. Eggertsson.
Það er rétt sem Magnús segir hann upplýsti um veikindi sín fyrr í sumar.- Reikna má með að hann hafi ekki hlaupið til að tilkynna veikindin fyrr en úrskurður lækna hans lá fyrir.-Ég hafna þessu þessum ósmekklegu getgátum og veit þau passa ekki við hans persónuleika.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2018 kl. 01:18
Ég trúi ykkur þegar þið segið Dagur sé veikur, ég þekki manni ekkert og hef engar forsendur til að meta heilindi hans.
Athugasemdin mín er við orð Helgu Völu.
"Það leikur sér enginn að því að veikast"
Þetta er röng fullyrðing
Staðreyndin málsins er sú að opinberir starfsmenn á íslandi eru oftar ekki veikir en veikir þegar þeir eru í veikindaleyfi og svíkja þannig fé af okkur sem byggjum þetta land.
Guðmundur Jónsson, 19.10.2018 kl. 18:09
Ég skil Guðmundur hún er bitur reynslan af ráðamönnum Íslands; manni hleypur oft kapp í kinn og er mikið í mun að leggja út af gerðum þeirra og orðum. Frelsið til að tjá sig er okkur afar miklvægt og ætti ekki að takmarkast af vilja elitunnar.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2018 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.