Skaup vitlausa fólksins

Hvernig var hægt að klúðra þessu áramótaskaupi svona illa. Ég hló mig máttlausan í haust þegar kommaútvarpið réði fyrrum borgarstjóra til að skrifa handritið, en svo var nýi borgarstjórinn ekki einu sinn leikin af fyrrum borgastjóranum sem hefði vitanlega verið viðeigandi og fyndið. Eða hvað ?

Gleðilegt ár.

Tinni3


mbl.is Tíst um Áramótaskaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var rosalega leðinlegt áróðursskaup í ár!

Halldór (IP-tala skráð) 1.1.2019 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér fannst áróður ekkert meiri en stundum áður en það vantaði eitthvað uppá að þetta skili sér sem skemmtiefni. Ég næ ekki alveg utanum hvað það er.  Jón Gnarr er ekki vanur að klikka á svona.

Guðmundur Jónsson, 1.1.2019 kl. 19:08

3 identicon

Jón hefur ekki verið fyndinn síðan að hann fór út í pólitík og það leyndi sér ekki á handritinu að allar hans pólitísku skoðanir komu fram þar, það er það sem ég kalla áróður og var hann að mínu mati all nokkuð meiri en áður.

Þetta er mjög furðuleg ákvörðun, að fá pólitíkus til að búa til handriðið, því miður þá virkar það bara á einn veg, mjög einhliða pólitískar skoðanir sem koma fram þar. Það hefur verið að hallast mjög í ákveðna átt á seinustu árum, þetta er varla lengur spaug, þetta er orðið tæki til að mynda mjög ákveðnar pólitískar skoðanir.

Halldór (IP-tala skráð) 1.1.2019 kl. 23:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og atburðir ársins voru svo fyndnir...

Hvað er þeim eiginlega í nöp við hvalfangarann, annars?  Ég fattaði það ekki.  Á Vísi er hann í hópi með hötuðustu mönnum ársins, af einhverjum orsökum.

Ekki minn hópur, greinilega.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2019 kl. 00:25

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég tel augljóst að ástæðan fyrir því að skaupið náði litlu flugi Halldór sé sú að höfundurinn (Jón G) er stjórnmálamaður og það takmarkar hann augljóslega í að gera grín af stjórnmálum, sem  er megin viðfangsefni skaupsins. Fyrirsögin, "Skaup heimska fólksins" átti að vera tilvísun í að einungis heimskingi mundi ráða Borgarstjóra í þetta verkefni.

Guðmundur Jónsson, 2.1.2019 kl. 11:01

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já  Áagrímur af nógu var að taka, en af því að handritshöfundurinn er stjórnmálamaður þreyngist kosturinn.

Fólkið sem hefur öðlast sína lífssýn að uppistöðu með því að glápa á Hollywood myndir hatar hvalfangarann því hann er vondi kallinn í öllum Hollywood myndum.  

Guðmundur Jónsson, 2.1.2019 kl. 11:14

7 identicon

Einmitt, furðuleg ákvörðun að taka stjórnmála mann inn sem höfund, það væri kannski góður "sketch" í næsta skaupi!?

Ég einmitt skildi ekki þetta atriði með hvalfangaranum, hvað hefur hann gert á árinu til að verðskulda þennan hatur?

Halldór (IP-tala skráð) 2.1.2019 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband