Verkfall er úrræði þrælsins.

Þeir sem mæta í vinnu í ár eða áratugi án þess að þiggja næg laun fyrir eru það sem kallað er þrælslundaðir. 

þrælslundaðir menn vinna og þjóna herranum án þess að fá sómasamlega greiðslu eða viðurkenningu fyrir. Uppúr sýður svo þegar Þeir fá "kjark" í formi hópeflis sem endar með verkfalli.

Þannig er vandamálið (verkföllin) afleiðing þrælslundar starfsmanna gagnvart vinnuveitandanum. þessir menn eru gjarnan ríkisstarfsmenn úr öllum greinum en líka verkamenn í einkageiranum.  Á nútíma íslandi þarf í reynd engin að vinna fyrir of lág laun, en þrælslundin heldur mönnum í fjötrum og óheiðarlegir atvinnurekendur nýta sér það.


mbl.is Efling boðar frekari verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað kallast það þegar fólk lætur múgæsingu og lýðskrum sannfæra sig um að það geti ekki framleitt sér á launum sem eru þau hæstu, kjörum sem eru þau bestu og kaupmætti sem er sá mesti sem það hefur haft á ævinni?

Hvað kallast það þegar fólk lætur einhverja aðra sannfæra sig um eitthvað sem öll gögn, hagtölur og mælingar virðast afsanna?

Hvað kallast það þegar fólk lætur segja sér að trúa frekar sögusögnum og órökstuddum fullyrðingum en haldbærum tölum, áþreifanlegum sönnunum og egin reynslu?

Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2019 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband