Einu sinni var þetta fyndið og krúttlegt.

Skömmu fyrir aldamót þegar fyrstu loftslags-ofvitarnir voru að koma fram með sífellt fáránlegir dómsdagskenningar um skaðsemi koltvísýrings þá gat maður hlegið af þeim og stundum var eitthvað krúttlegt við eldmóðinn og sannfæringuna sem fylgdi þeim.

Ég man samt eftir að hafa vorkennt þeim stundum vegna innilegrar fáfræði þeirra um frumefnið kolefni og þátt þess í tilvist lífsins á jörðinni.

Þá gerði maður líka ráð fyrir að þeir sæju flestir villu síns vegar á nokkrum árum eins og hafði gerst með flestar dómsdagspár 20 aldarinnar.

Ég man sérstakleg eftir kenningunni um hungursneið á vesturlöndum þegar olían átti að vera búin upp úr 1990. Og ísöldinni sem átti að vera að hefjast upp úr 1970 vegna skógarhöggs í Amason.

En nú eru bráðum liðin 30 ár og kjánarnir sem halda að þeir geti verið til gagns og stjórnað hitastigi á jörðinni með því stilla magn CO2 í andrúmslofti hafa aldrei verið fleiri. 

í viðtengdri frétt er forsætis og umhverfisráðherra íslands að plotta um hvernig þau ætla að stilla hitastigið að jörðinni. Þau eru fullorðið fólk sem hefur haft ártugi til skilja hlutverk og tilgang kolefnis í lífinu á jörðinni en þau tala enn eins og leikskólabörn um málefnið.

Það er löngu hætt að vera fyndið eða krúttlegt, nú er það bara sorglegt. 

 


mbl.is „Við erum í kapphlaupi við tímann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sidasti favitinn er ekki faeddur.

Verst folk kys alltaf viteysinga.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2019 kl. 00:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Ekki hef ég á móti skógrækt, en á hverjum andskotanum eiga þessar vesalings plöntur að lifa eftir 2040 ef forsætis ráðskunni verður að ósksinni. 

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2019 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband