11.3.2020 | 19:43
Í febrúar 2018
Í febrúar 2018 létust um það bil 300.000 manns í heiminum úr sýkingum í öndunarfærum. Um helmingur þeirra var 70 ára eða eldri.
Vírusinn sem er að setja heimsbyggðina á hliðina núna felldi 2700 manns síðastliðinn febrúar sem nær allir voru eldri en 70 ára ,sem er aukning um 0,9% í öllum hópnum en næri 2% 70 ára og eldri.
Það er að segja dauðsföllum vegna öndunarfærasýkinga fjölgaði um tæplega 1% vegna faraldursins á heimsvísu og um 5% í Kína þar sem SARS-cov-2 var að toppa þá.
Það er því þannig að ef við gætum ekki greint SARS-CoV-2 vírusinn frá venjulegri flensu vissi sennilega engin að þessi "faraldur" væri í gangi.
Efsta stig sóttvarnaáætlunar tekur gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert bersýnilega miklu fróðari um veirur en allir læknar heimsins. Legg til að þú gefir kost á þér sem sóttvarnalæknir, eða jafnvel yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 12.3.2020 kl. 04:45
Það sem kemur fram í þessum pistli er bara tölfræði sem er aðgengileg öllum og hefur ekkert að gera með þekkingu á veirum. Ég veit afskaplega lítið um veirur og þannig er því raunar farið um alla, líka hámenntaða veirufræðinga.
Guðmundur Jónsson, 12.3.2020 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.