12.12.2020 | 14:39
Það er ekkert rétt í þessari frétt.
Nema að hæstiréttur USA hafi vísað frá máli í gær. Málið sem um er rætt var höfðað (öllum á óvart) af Texsas fylki en ekki Trump eða lögfræðingum hans og er ekki hluti af málafelum sem hann er í nú um stundir. Málið snérist ekki um kosningasvindl heldur lögmæti framkvæmdar kosninganna í fjórum fylkjum.
Trump hafði hinsvegar óskað eftir aðild að málinu ef rétturinn tæki málið fyrir.
Málið var sérstakt fyrir þær sakir að fáir ef nokkrir nem Trump bjuggust við öðru en frávisnun á þessu máli. Tilgangur þess að höfða það virðist frekar hafa verið að búa til stand þar sem fylki og þingmenn gætu lýst yfir afstöðu sinni til framkvæmdar kosninga í þessum fjórum fylkjum. Sem virðist haf tekist því 19 fylki og 130 (af 500) þingmenn lýstu yfir stuðningi við málstaðinn.
![]() |
Hæstiréttur vísaði frá lögsókn um kosningasvindl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt skilgreingin á því sem búið er að vera eiga sér stað vestra.
Undarlegt að sjá hve margir halda að hin ríkin, 18 hafi verið á ákærunni, þegar þau studdu þetta misheppnað ferli og feigðarför.
Hitt ber að benda á að staða þeirra þingmanna og ríkisstjóra er nú undarlega þegar Scotus hefur hafnað þessari vitleysu.
Stórundarlegt að menn og konur geti ekki sætt sig við niðurstöðu kjósenda vestra.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.12.2020 kl. 15:32
Já og þessir kanar verða undarlegri eftri því sem frá líður.
10 Nóvember töldu 10% bandaríkamanna að kosningunum 3 nóv hafi verið stolið af Trump og engin Demókrati lét hafa það eftir sér.
Samkvæmt sama aðila núna telja 38% bandaríkamjmanna að kosningunum hafi verið stolið af Trump með svindli og 5% þeirra eru Demókratar.
Guðmundur Jónsson, 12.12.2020 kl. 16:35
Margt vestra skýrist betur ef haft er í huga að Bandaríkin heita Bandaríkin en ekki Bandafylkin.
Ómar Ragnarsson, 12.12.2020 kl. 17:00
Sjáum hvað gerist á mánudaginn.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2020 kl. 20:48
Ég ætti kannski að taka fram að persónulega tel ég mig haf séð sönnunargögn vikuna eftir koningarna 3 nóv sem bend til að Trump hafi fengið um 78 milljón atkvæði en Biden minna en 70 milljón. OG í mínum huga er þetta first og fremst spurning um hvort og hvenær tekst að stinga á kílið.
Og tímaramminn er ekki dagar eða vikur heldur miklu frekar ár.
Guðmundur Jónsson, 13.12.2020 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.