22.6.2021 | 16:51
Játningar glæpamanns.
í fyrstu ferð minn að gosinu í Fagradalsfjalli fór ég akandi um Höskuldarvelli og gekk síðasta spottann upp á Fagradalsfjall. Þá var svolítill mökkur sem stóð yfir mig en sem betur fer var ég með gamla covit grímu í vasanum sem reddaði mér, annars hefði ég örugglega drepist úr gaseitrun.
Ég kom í annað sinn að eldstöðinni frá Vigdísarvöllum, þá gekk ég yfir nýahraunið þar sem það rann ofan í Merardali. það sá aðeins á skónum á eftir en ég var svo heppin að mér vantaði hvort sem er nýja skó.
Ég kom svo í þriðja sinn að gosinu á nýju skónum eftir skátaleiðinn sem liggur frá Suðurstandaveiginum. þá tók ég hana Gjósku með mér, hún er eins árs tík og er dóttir hennar Ösku frá Brekku.
Mér var svo sagt eftir ferðalag okkar Gjósku að það væri bannað að fara með hunda að gosinu.
Víð Gjóska játum fúsleg þessi brot og bíðun nú eftir dómnum.
Lífshættulegt að stíga út á hraunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki held ég að það sé glæpur að drepa sig. Það hlýtur að vera leyfilegt að steikja sjálfan sig á glóð ef maður vill það. Ekki er að búast við að nokkur maður komi út í glóandi hraun til þess að skipta sér af því.
Ekki mun heldur bannað að drepa hundinn sinn, sé það ekki gert á kvalarfullan hátt. En það er lítill stæll í því að spásséra með hund í bandi nálægt glóandi hrauni þar sem kvutti þarf að anda að sér lofttegundum sem læðast með jörðinni undan hraunjaðrinum.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.6.2021 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.