Um tveir þriðju eru þá bólusettir

Sem vill til að er sama hlutfall og búið er að fullbóluseta af fjöldanum. 68%.

Búið er að fullbóluseta 255þ íslendinga samkvæmt covit.is. Samkvæmt hagstofunni eru íslendingar 372þ í dag.  255/372 = 0,68 = 68%

Ekki veit ég hvað þarf að gerast til að fólk átti sig á því að bóluefnin hafa enga virkni gegn þessari veiru, ekki frekar en kommagrímurnar sem maður er látin setja upp til að geta keypt í matinn.

Sorglegt.


mbl.is Um þriðjungur sjúklinganna óbólusettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sammála!

Ég hugsaði nákvæmlega það sama og þú eftir þessar tölur.

Þetta gæti einfaldlega bent til þess að bólusetningin breyti engu - eða hvað?

Jónatan Karlsson, 6.8.2021 kl. 18:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fyrir mér er þetta búið að liggja í loftinu í nokkrar vikur og mikið til af tölfræði sem bendir til lítillar virkni þessar bóluefna hvort sem er gegn smiti eða veikindum. Tölur frá samfélögum sem hafa ekki efni á bóluefnunum vega þungt í því mati mínu.

Þetta er hinsvegar íslensk tölfræði sem styður þetta ágætlega.

Hafa ber í huga að umönnunaraðilar hér vita hvort sjúklingar þeirra eru bólusettir og það hefur áhrif á mat þeirra á ástandi sjúklinga.

Ég var til að mynda kallaður morðingi af drukknum starfsmanni íslensk spítala um daginn þegar sá komst að því að ég var óbólusettur.

Guðmundur Jónsson, 6.8.2021 kl. 20:05

3 identicon

Ef þú fylgist með öllum íslenskum fréttamiðlum bæði í blöðum og sjónvarpi þá áttu aldrei eftir að komast af neinni annari skoðun en þeirri sem er verið er að mata þig á. Eiginlega er ekki hægt að vera neitt reiður eða pirraður yfir þessu enda hefur þessi stanslausi áróður verið í 18. mánuði með nokkurra vikna hléi. 

Þríeykið er í bullandi mótsögn við það sem það segir frá degi til dags en heildarplanið hefur alltaf verið að bólusetja landann. Og ef það gengur illa þá er vitnað í orð Kára sem er í bullandi hagsmunagæslu við bóluefnaframleiðendur.

https://mittval.is/islendingar-eru-ad-verda-vitlausari-og-kari-er-buinn-ad-sanna-thad/

Um að gera að staðfesta þær upplýsingar sem hér koma fram.Takið sérstaklega eftir þeirri óheppilegu tengingu milli Landlæknis og viðskiptafélaga Kára! Ekki vissi ég þetta en allar þessar upplýsingar hefðu átt með réttu að vera búið að fjalla um í fjölmiðlum.

Hérna er einn ágætur maður að tala við "School board" í Bandaríkjunum. Vek athygli á því sem hann segir CDC hafa nýlega breytt (6 vikur síðan).(nú er um að gera að staðfesta þetta á heimasíðu þeirra) Að ef bólusettur einstaklingur liggur á sjúkrahúsi vegna kóvid þá á ekki að telja hann með opinberum tölur heldur einungis þá sem eru óbólusettir.

https://www.youtube.com/watch?v=xDcQkahmFeM

Þröstur (IP-tala skráð) 6.8.2021 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kári Stefánsson var alltaf síðasti maðurinn sem ég mundi spyrja ráða í þessu. Með því er ég alls ekki að saka hann um neit. En hann hefur allan tíman haft augljósa hagsmuni í þessu og því út af borðinu í mínum huga.

Ég man líka hvernig hann spilaði úr sínum spilum þegar Decode var sett á almennan hlutabréfamarkað hér heima sem var alls ekki til þess að auka álit mitt á honum.

Guðmundur Jónsson, 7.8.2021 kl. 09:27

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Bóluefnin áttu að gera þrennt:

Mynda ónæmi fyrir veirunni.

Koma í veg fyrir smit.

Opna aftur samfélagið.

Ekkert af þessu hefur gengið eftir. 

Bólusettir smitast. Geta smitað bæði bólusetta og óbólusetta og

geta veikst og þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Ein fullyrðingin varðandi gagnsemi bólusetningar var að bólusettir veikjast ekki alvarlega miðað við óbólusetta. Þetta er ennþá óstaðfest fullyrðing og meira í ætt við óskhyggju en vísindi. 

Það versta við aðvera tvíbólusettur er að maður þarf að fá þriðja skotið í sig síðan koll af kolli um ófyrirséða framtíð. 

Augljóslega er lyfjaiðnaðurinn kominn á spenann hjá ríkisvaldinu. Það hefur verið gengið framhjá læknum og læknisfræðilegu mati á þörfinni fyrir bólusetningu einsog þótti sjálsagt áður fyrr.

"Sóttvarnalæknir" er ekki persóna heldur stofnun innan ríkisvaldsins. Mjög auðvelt er fyrir lyfjarisa og fjölmiðla þeirra að stjórna lítilli nefnd innan stofnunar. Kári Stefánsson er einsog allir vita hluti af lyfjaiðnaðinum og hefur eðlilega hagsmuni þeirra að leiðarljósi. 

Gísli Ingvarsson, 7.8.2021 kl. 15:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir að í ljós kom að sprauturnar virkuðu ekki á lausnin á því að vera fleiri sprautur ... sem virka ekki.

Er ekki ein af skilgreiningunum á geðveiki, að gera það sama aftur og aftur en búast við því að fá öðruvísi útkomu næst?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2021 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband