31.8.2007 | 12:48
Umhverfissóðar.
Öll mengun frá umferð er línulega háð þyngd þeirra farartækja sem umferðinni valda. Með því heimskara sem ég hef heyrt koma frá stjórnmálamanni er þegar fyrrum umhverfisráðherra sagði í viðtali að hún æki um á 2.2 tonna díseljeppa af því hann væri svo umhverfisvæn. en það lýsir ef til vill best hvað vandamálið er stórt.
Vandamálið sem ég sé í þessu er fyrst og fremst að faratækin sem notuð eru eru alltaf að þyngjast, fólk hefur svo mikla peninga á milli handann að það skiptir það litlu mál hvor bíllin sem það ekur eyðir 5 eða 30 lítum á hundraðið þetta stórleg minkar líka öryggi í umferðinni því samkvæmt lögmáli Newtons þá er eyðileggingarmátturinn í beinu hlutfalli við massann. (þarna fylgist að rykmengunin, tjónið við árekstur og útblástursmengun) Tilraunir bílaframleiðenda til að samfæra neytendur um annað hafa samt borið þann árangur að fólk telur almennt að þungur bíll sé öruggari en léttur þrátt fyrir að rannsóknir og hyggjuvit verkfræðinga hafi ítrekað sannað að svo sé ekki nema síður sé. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sína að þeir sem aka á SUV eða jepplingum séu mun líklegri til að látast í umferðarslysi en þeir sem aka fólksbílum undir 1700 kg. Mér finnst þetta reyndar alveg augljóst og óþarfi að rannsaka augljósa hluti.
Til að sporna við þessari þróun legg ég til að hámarkshraði allra farartækja sem eru þyngri en 2000 kg að leifðri heildarþyngd (er nú 3500kg) verði lækkaður niður í 80 km og gefin út sérstök númer fyrir þau. og ekki leifa neinar undanþágur. Megin gallinn við þessa hugmynd sá að þeir sem taka ákvörðun um þetta aka flest allir á bílum sem færu niður í hámarkshraða og eru þeir því líklegir til að telja það brot á sínum mannréttindum að fá ekki að aka á eins stórum bíl og þeim sýnist.
Einn Land Rover selst á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirtækið okkar er ör-agnarsmátt miðað við stórubílaumboðin, en vonandi tekst okkur með óbeinum hætti að mennta almenning um möguleikana á því að það þurfi ekki að menga endalaust í venjulegum bæjarakstri. Til eru á erlendum mörkuðum allavega 10 mismunandi ökutæki sem ekkert menga. Við erum með umboð fyrir tvö þeirra á Íslandi (Reva bílana og Vectrix mótorhjólin) - hvoru tveggja rafmagnsfarartæki sem menga ekki neitt (eru ekki einu sinni með púströr). Nánari upplýsingar hér: www.perlukafarinn.is/reva og hér: www.vectrix.com
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:45
Fyrrum umhverfisráðherra JB sýndi því miður dómgreindarleysi sitt við fleiri tækifæri eins og er enn að koma í ljós. Vonandi þurfum við ekki að þjást meira af hennar völdum þó svo að það sé óraunhæf bjartsýni að búast við því. Það sem helst telst henni til tekna er að vera skömminni skárri en þarsíðasti umhverfisráðherra Framsóknarflokksins...
Sigurður Hrellir, 31.8.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.