31.10.2007 | 11:54
Skotveiðimenn á afréttum
Ég veit ekki til þess að skógrækt ríkisins geti bannað skotveiði á afréttum hvort sem þeir þykist hafa umsjón með skógum á þeim eða ekki. Skotveiðimenn eru hinsvegar óþolandi alstaðar hvort sem um er að ræða skóglendi eða ekki. Persónuleg finnst mér betra að hafa skotveiðimenn inn í skógum því þá eru þeir minna fyrir mér.
![]() |
Skjóta í skógum þrátt fyrir bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar maður er á labbi til fjalla í sælli ró að hlusta á fossniðinn og mófuglana, þá fer mjög í taugarnar á mér þegar byssuhvellir rjúfa kyrrðina, fuglarnir þagna og dagurinn er svo gott sem ónýtur fyrir öllum í næsta nágrenni sem ekki höfðu hugsað sér að leika sér með byssur. Ég á það til að ganga á rjúpu en ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að fátt ef nokkuð veldur jafn miklu ónæði og skothvellir. Ég skrifaði þessa athugasemd við fréttina vegna þess að mér finnst þeir einstaklingar sem vilja breyta stórum hluta fósturjarðarinnar í manngerða skóga með innfluttum trjám séu farnir að færa sig full mikið upp á skaptið og þykjast rétthærri þeim sem vilja að landið sé eins og það er.
Guðmundur Jónsson, 31.10.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.