Hverjir mega selja löglegt dóp?

Fyrir bráðum 30 árum síðan, þegar ég var ekki kominn með aldur til að fara í ríkið lenti ég og nokkrir félagar mínir á líku reki og ég í því að að fá engan til að fara í ríkið á föstudegi. Um kvöldið var ég svo mættur í partí í gömlu húsi kópavoginum með vínlausu vinunum sem ekki þótti gott í þá daga. Þá ber svo við að einn félaginn var með "betri" sambönd en við hinir sá fræddi okkur á því að það væri sko ekkert mál að verða skakkur þó maður fengi ekki  víni í ríkinu;  og nú hófst sko kennslustund í meðferð minna hefðbundinna vímuefna. Hann var með eitthvað efni vafið inn í álpappír sem hann brytjaði niður og tróð í pípu. Svo var pípan látinn ganga. Ég spurði hvort þetta væri ekki hættuleg og ofsalega vanabindandi. Vinurinn sagði mér að ég skildi sko ekki hafa áhyggjur af því, þeir sem verða fíklar eru fæddir fíklar, sagði hann, það er bara spurning um á hverju þeir byrja.  Ég man að meirihluti viðstaddra tók við pípunni.

 Tveir úr mínum kunningjahóp fóru aðra leið en við hinir, leið fíkilsins. annar þeirra er látinn en hinn var edrú síðast þegar ég vissi og starfaði við endurhæfingu óvirkra fíkla, sá sami og fræddi okkur um árið á því að fíklar væru fæddir fíklar. Ég skal ekki seigja hvor þetta er sannleikurinn um fíkla en eitthvað er samt til í þessu. Minn reynsluheimur er allavega á þá vegu að takmarkað aðgengi að löglegum fíkniefnum er ekki til þess fallið að minka vanda fíklanna, það kann að vera að áfengisvandinn minki. en vandi fíkilsins er ekki takmarkaður við áfengi. Til að ná árangri er mikilvægt að reyna að sjá alla myndina og eyða ekki tíma og peningum í fánýta hluti, eins og að karpa um hverjir megi selja löglegt dóp.

Eini munurinn á íslenskri fyllibyttu og danskri fyllibyttu er sá að íslenska fyllibyttan er gjaldþrota.


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er góður punktur. Ég er sjálfur á móti þessu umrædda frumvarpi enda tel ég að það muni ekkert gott hafa í för með sér. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að áfengiskaupaaldur eigi að miða við sjálfræði, þó það sé nú ekki algilt að betra aðgengi að áfengi haldi mönnum frá verri vímugjöfum og alls konar annars konar ógeði.

Takk fyrir mig.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband