Tökum börnin bara af svona heimsku fólki.

Ég hef alltaf átt frekar bágt með að skilja til hvers þessi mannanafnanefnd er. Mér finnst það hljóti að vera hluti af ábyrgð foreldra að nefna börnin sín. Það er þó mjög léttvægur hluti þess að ala upp börn. Því tel ég einsýnt að foreldrar sem ekki geta nefnt börn sín svo vel sé hljóti að vera vanhæfir foreldrar og ábyrðarleysi hjá stjórnvöldum að leifa þeim að eignast og eiga börn. Væri ekki nær að taka börnin bara af þessu fólki og helst vana það líka. Ég sé fyrir mér að hægt væri að koma á fót uppeldisheimili fyrir þessi ólánsömu börn í einhverri víkinni fyrir vestan. Mannanafnanefnd myndi sóma sér vel í hlutverki forstöðumanna eða kvenna slíks heimilis, þar sem bannað væri að tala útlenzku.
mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er útbreiddur misskilningur að mannanafnanefnd hafi eitthvað með það að gera sem hvað er siðferðislega í lagi að skíra börn og hvað ekki. 

Mannanafnanefnd er sett til að passa uppá íslenskuna, að nöfn geti beygst í nefnifalli, þolfalli  osfv. Í íslensku standa t.d. tveir sérhljóðar sjaldan saman nema það sé au eða ei.  Þess vegna hafnar nefndin nafninu Pia, ef fólk mundi sæja um nafnið Pía er mun líklegra að það sé samþykkt þar sem það er eins og orðið Kría ofl.

Kristjana (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:43

2 identicon

Af því að þú ert svona heiðskýr, Hemmi og með svona líka frábærar hugmyndir þá ættir þú líka að vita að skírn og nafnagjöf er ekki sama athöfnin. Foreldrar gefa börnum sínum nafn til að geta skráð þau í þjóðskrá en skírn er kristileg athöfn sem prestar stjórna.

Pia Svenson

Pia Svenson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:54

3 identicon

Pia - kannski meinti hann að fólk ætti einmitt að skýra börnin sín (-:  Útskýra þau eða eitthvað.

Spurning hvort ekki á að taka réttinn til skrifta af "svona fólki" sem er svona arfalélegt í stafsetningu (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Halla Rut

Fyndinn ertu Mummi...

Halla Rut , 3.2.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta á að vera kaldhæðni, En það virðist greinilega ekki hafa skilað sér til allra : )

Guðmundur Jónsson, 3.2.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sumir lesa bara OF bókstaflega

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.2.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband