Hversu hættuleg eru hjól öðrum vegfarendum ?

Hættan sem stafar af farartækjum í umferðinni er í beinu hlutfalli við massa þeirra. Orkan sem losnar við árekstur er jöfn hálfum massanum sinnum hraðanum í öðru veldi, þetta þýðir að svona hjól sem er venjulega um 300 kíló með ökumanni þarf að vera á 290 km hraða til að vera jafn hættulegt öðrum vegfarendum og 2,5 tonna sportjeppi á 100 km hraða. þessi einstaklingur var því nær eingöngu að setja sjálfan sig í hættu en ekki aðra vegfarendur.Ég held að margir geri sér ekki fulla grein fyrir hvað auðvelt er að drepa sig á véhjóli. Sem dæmi má benda á að ökumaður vélhjóls sem er á 90 km hraða og lendir á kyrrstæðum bíl, staur, skilti eða vegg deyr nær undantekninga laust við höggið ef líkami ökumannsins stöðvast á hlutnum. Munurinn á því að lenda í árekstri við bíll á 90 eða 250 er því minni en margan grunar fyrir ökumann hjólsins. Hinsvegar má segja að vegfarendum á bílum stafi orðið nokkur hætta að velhjóli á 250 km hraða eða svipuð hætta og af bílum á 90. Þá stendur eftir að hræðsla bílstjóra við hjólin stafi af því að þeir telji aukna hættu fyrir sig felast í því hjólin séu á svo mikilli ferð að ekki sé hægt að hafa stjórn á þeim. Slíkt er alltaf erfitt að meta. Ég held samt að ég ráði mun betur við gott hjól á 200 km hraða en Ford 350 trukk með pallhýsi 100 km hraða. Ég fæ alltaf í magann þegar ég ek fjölskildubílnum og mæti sportjeppa með risa hús í eftirdragi því ég veit sem er að þetta eru stjórnlaus farartæki sem skapa mér og mínum miklu meiri hættu í umferðinni en hjól á 200 km hraða. Véhjólamenn eru fyrst og fremst hættulegir sjálfum sér í umferðinn. Stór þung faratæki eru hinsvegar hættuleg öðrum vegfarendum jafnvel þó þeim sé ekið á löglegum hraða. 


mbl.is Á 245 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú leggur saman hraða hans við hraða þess sem mætir honum ættir þú væntanlega að ná þessum góða útreikning þínum!

Svo ef þú bætir við útaf akstri eða veltu í slysið sem afleiðingu, þá er ómögulega hægt að segja til um útkomuna á slíku slysi öðruvísi en segja að fólk hafi verið í hættu.

Gunnar H (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:04

2 identicon

Mikill spekingur Guðmundur J.
Samkvæmt þínum útreikningum er byssukúlan bara alls ekki svo hættuleg. 
Eymingja kúlan skemmist bara en ekki sá sem verður fyrir henni.

Páll (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:29

3 identicon

HAHAHAHAHA Þetta er snilld. Hefurðu komið að mótorhjólaslysum þar sem hjólið fór í aðrahluti\fólk í kring? Hefurðu skoðað myndir af þessu?

Heldurðu vilrkila að þetta svona svona einfallt? Vissulega er 300 kg hjól á 145 km hraða ekki að fara valda  eins miklum skaða og 2.5 tonna jeppi... En það skiptir ekki máli því þarna er verið að bera saman litla sprengju og stóra sprengju. Ef þú ert nógu nálægt þá skiptir stærðin engu máli.

 Hjól á 100 km hraða sem fer í bíl eða mann skemmir bílinn rækilega og Stútar manninum. Ef hann skellur framan á bíl(kanski vegna þess að hann var að keyra ógætilega) þá drepur hann sig ekki endilega ef hann er vel varinn en ef hann skellur framan á bílnum þá drepur hann sig og þann sem í bílnum er(ef hann fer í rúðuna.

Hjól sem er a 250 km hraða... Það þarf fáránlega lítið að koma fyrir til að snvona hjól fipist. Vissulega er hann í megintilfellum að setja aðeins sig í hættu, á þessum vegi, sólbjart og allt það. En ef hann lendir í óhappi við aðra manneskju\bíl... Þá þarf ekki að tala meir um það. Annað: Svona tappar(eða fávitar) eru ekki að keyra eingöngu á "fáförnum" vegum, þessi akstur er einnig innanbæjar.

Þar fyrir utan er löngu tímabært að fá einhverja stóra og góða braut sem marga rúamr svo menn geti sannarlega leikið sér í öruggu umhverfi.

Ég vona svo sannarlega að þegar næsti mótorhjólamaður drepur \slasar alvarlega einhvern... að þá verði það þú. Ég segi næsti því það mun gerast það e bara þannig. Ég segi þú því ég þekki þig ekki neitt, vill engum illt en ef það þarf að vera einhver... Þá er það alveg eins gott að það sért þú en ekki einhver sem mér þykir vænt um og vill ekki hafa svona akstur á götum úti.

En með kveðju, þetta er ekki sagt í illgirni.

Hallur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Mótorhjól eru ekki hættuleg, bílar eru ekki hættulegir, byssur eru ekki hættulegar.

Það sem er hættulegt er sá sem stjórnar tækinu/vopninu.

Munið máltækið: "Guns don't kill. People do"

Lifið heil og hugsum rökrétt.
KK
Bunki

Guðmundur Zebitz, 31.7.2008 kl. 16:52

5 identicon

Elsku dúllurnar mínar,

 kannski að taka upp eðlisfræði 101 lesa hana því næst 202, 303 og kannksi 404. 

síðan skrifa e-h að viti hér. 

Rikhardur Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Áttu heima í fílabeinsturni?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.7.2008 kl. 17:16

7 identicon

Þótt hreyfiorka hjólsins sé töluvert minni en bíls sökum massa þá er flatarmál þess hluta hjólsins sem lendir þá á bíl eða öðrum hlut töluvert minni í flestum tilfellum og því dreifist orkan sem býr í hlutnum, hjóli eða bíl í þessu tilfelli, á mun minni blett og því ætti hjól sem innihéldi eitthvað minni hreyfiorku, tala nú ekki um á svona miklum hraða, að geta valdið umtalsverðum skaða á hlutnum sem það lendir á. Þetta á sérstaklega við ef um eldri bíl er að ræða þar sem nýrri bílar eru hannaðir með það sjónarmið að burðarvirki bílsins dreifi orkunni sem verður til við árekstur á t.a.m. eitt horn bílsins á sem stærstan flöt og dempi þar með höggið.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég skrifaði þennan pistil bara til að benda á að fullyrðingar lögreglu og blaðamanns um að þessi einstaklingur hafi verið stórhættulegur umhverfi sínu, ganga þvert á kenningar Newtons og fleiri gamalla spekinga.

EN það eru greininga fleiri sem þyrftu á upprifjun í eðlisfræði að halda

Guðmundur Jónsson, 31.7.2008 kl. 17:20

9 identicon

Guðmundur það er alvarleg villa í útreiknum þínum. Þú miðað aðeins við hreyfiorkuna sem losnar frá sjónarhóli bifhjólsins. Það er hins vegar rangt. Þú verður að skoða heildarbreytinguna sem er sannarlega háð því á hvað bifhjólið keyrir á (það er breytingu á skriðþunga kerfisins). Þegar sá endi er skoðaður nægir ekki aðeins að skoða heildarmassa kerfisins heldur einnig þrýstinginn sem myndast það er kraftur/flatarmálseiningu.

Þar fyrir utan er er þetta fáranlegur hraði á sveitavegi.

BNW (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:55

10 identicon

Ég held að þegar talað er um hvort hjólið sé hættulegt öðrum, þá verður að skoða hvort sé líklegra til að lenda í slysi, bíll á 100 km/klst eða hjólið á 300 km/klst. Ég held að það sé ljóst að það séu meiri líkur á að ökumaður hjólsins sé líklegri til að missa stjórn á hjólinu, en ökumaður bílsins.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:26

11 identicon

"Ég held að það sé ljóst að það séu meiri líkur á að ökumaður hjólsins sé líklegri til að missa stjórn á hjólinu, en ökumaður bílsins."

Ég held ekki að þetta sé satt, einfaldlega vegna þess að ökumenn bifhjíla eru öllujöfnu ekki að tala í gsm símann eða senda textaskilaboð meðan þeir eru að hjóla og ég hef aldrei heyrt talað um að ökumenn bifhjóla sofni við akstur, þannig að athyglin fer að öllujafnan eingöngu í umferðina.

Motor Bikes 4Win (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:58

12 identicon

PS. held að maður þurfi að hafa eðlisfræðing, sálfræðing og taugasálfræðing til að geta borið þetta tvennt saman af einhverju viti.

Motor Bikes 4Win (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:01

13 identicon

"...þarf að vera á 290 km hraða til að vera jafn hættulegt öðrum vegfarendum og 2,5 tonna sportjeppi á 100 km hraða. þessi einstaklingur var því nær eingöngu að setja sjálfan sig í hættu en ekki aðra vegfarendur."

Þetta hjól var á 245 km hraða, það jafngildir kannski 2,5 tonna jeppa á 80? 2 tonna jeppa á 100? Ég veit ekki, kann ekki formúluna, en ég vil spyrja þig, setur maður á tveggja tonna jeppa á 100 ekki aðra vegfarendur í hættu? Verður lítill skaði á þér ef hann lendir á þér?

Bjarni (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:33

14 identicon

Sama hvað eðlisfræðin segir um hröðun þá er alltaf fólk sem lendir í að skafa leifarnar af ökumanninum upp ef illa fer. Það eitt finnst mér yfirdrifin ástæða til að sleppa svona gjörningi.

Að maður tali ekki um vitni að ógeðinu eða ökumann annars ökutækis í árekstrinum.

Dóra (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 01:22

15 identicon

Blablablablabla gaman að lesa þetta bull í ykkur finnst alveg frábært þegar fólk sem ekur um í umferðinni étandi malandi í símann horfandi úti í náttúruna gjörsamlega sleppir sér yfir svona frétt.

 Ein spurning hvort myndið þið vilja lenda í árekstri við mótorhjól á 250 km/klst eða við Porsche Cayenne á 130km/klst eða bara 90 km/klst?

Jafnan til að mæla þetta er svona:

Jeppinn 2500*130*130 samasem 42250000

Mótorhjól 300*250*250 samasem 18750000

þetta er mismunurinn á orkunni sem losnar úr læðingi finnst ykkur þetta skrítið og burtséð frá muninum á snertiflötinum ef þú veist eitthvað um bifreiðar á ættiru að vita að þær eru hannaðar þannig að styrkarbitinn sem er framan á bifreiðum í dag sér til þess að höggið dreifist? Sjá þáttinn hjá Top gear þegar þeir árekstarprufa Volvo 940 og Renault Scenic

Ég er ekki að segja að það sé í lagi að maður aki um á 245 eða 130 km/klst heldur það sem ég er að segja að mér finnst þessi umræða vera farin að hljóma eins og nornaveiðarnar voru í gamla daga fordæmum við ekki brotið vegna alvarleika afleiðinganna? Mér finnst það vanta í þessa umræðu og þegar komið er með tölfræði eins og ég setti hérna fyrir ofan þá er komið með heimskuleg svör eins og;

Páll (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:29

3

HAHAHAHAHA Þetta er snilld. Hefurðu komið að mótorhjólaslysum þar sem hjólið fór í aðrahluti\fólk í kring? Hefurðu skoðað myndir af þessu?

Hey hálfviti hefur þú komið að slysi þar sem eitthvað faratæki fór aðrahluti/fólk í kring? Common maður hvenær gerðist það seinnast hérna drengur horfa á tölfræðina og segðu mér hvenær það gerðist...... hey Páll hefur þú komið að slysi þar sem bifreið var ekið í veg fyrir mótorhjól á 90km/klst af því að ökumaður bifreiðarinnar var heimskt fífl eins og þú og var að éta eða eitthvað allt annað en að aka ha....... nei greinilega athugaðu tölfræða á þeim slysum... þar sem ökumaður var annars hugar og ,,sá" ekki mótorhjólið!!! common sá ekki mótorhjólið hversu oft hefur maður eiginlega heyrt þetta ef fólk sér ekki í kring um sig þá á það ekki að aka bifreið einfalt ert þú Páll ein af þeim sem ekki sérð í kring um þig þegar þú ert að aka? ég bara spyr!!!

GixxeR (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 08:33

16 identicon

Já og gleymdi en með kveðju og ekki sagt í illi;)

GixxeR (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 08:55

17 identicon

er höfundur að mæla því bót að aka á 245km hraða? ég fæ ekki betur séð. Meiga mótorhjólamenn aka svona hratt því að þeir geta ekki talað í síma á meðan, auk þess sem þeir geta ómögulega slasað aðra en sjálfa sig. Ef þeir lentu á smábíl, framan á rúðu á jeppa eða á gangandi vegfarendur þá myndi enginn slasast nema ökumaður mótórhjólsins.

Svo eru þeir líka ótrúlega mikið með hugan við umferðina. Á 200km hraða er nefnilega hægt að horfa vel í kringum sig, meta aðstæður og koma auga á hugsanlegar hættur, aðra bíla, dýr, vegfarendur og fleira.

Kúl, þú hefur sannfært mig, leggjum niður hraðatakmarkanir fyrir mótorhjól.

Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband