Svartsýnisraus

Ríkistjónin ætlar ekki að láta erlendar skuldir bankanna falla á íslenska ríkið, því var ákveðið að skipta upp bönkunum í innlenda og erlenda starfsemi. þetta sögðu bæði Geir og Björgvin í síðustu viku. þetta var líka staðfest með lögum um skiptanefndirnar og aðgerðir þeirra í síðustu viku. í þessu felst að það á að gera upp erlenda hluta bankanna sér og ef erlendar eignir duga ekki til að borga forgangskröfurnar er ríkistjórnin hugsanlega tilbúinn að semja um mismuninn. Það byggist að sjálfsögðu á því að eignirnar séu það miklar að ríkisjóður ráði við mismuninn. Þannig nú þarf að semja eða höfða mál um hvað eignirnar eru eða voru miklar þegar Bretarnir gerðu áhlaupið á bakanna með títtnefndum hryðjuverkalögum. Þarna skiptir öllu að að eignirnar vöru örugglega miklu meira en nógar.  Ég vill líka minn á að auðvelt er að færa rök fyrir því að EES samningurinn og það afsal valda yfir fjármálum landsins sem honum fylgdi er í raun megin ástæðan fyrir því hvernig bankarnir okkar fóru. Því er staða okkar augljóslega nokkuð góð ef málshöfðun verður valin.

Þórólfur þarf svo bara að fá sér göngutúr í íslenskri náttúru og hugsa málið aðeins aftur til að sjá ljósið Smile


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður, en mér leiðist mjög að tilkinna þér er þú hefur ekki fylgst nægilega vel með.

Þú skuldar eina miljón í dag og tvær eftir ár. Eins og hvert einasta barn á íslandi. því að Íslensku bankarnir voru að vinna á íslensku bankaleifi og ábyrgð.

Þú hlítur að vera af þeirri kynslóð sem fékk allt frítt, húsin og námsláninn líka og skuldsetti síðan næstu kynslóð. Því annars hefðir þú skilið hvað það er að skulda.

Matthildur

Matthildur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband