Solla og Geir

Þetta er mitt fólk og ég styð þau og þessa ríkistjórn af heilum hug.  Þó alltaf megi finna meinbug á þá hefur ríkistjórnin náð tökum á ástandinu og er að vinna mikið þrekvirki. Bara það eitt að ná að halda velli er afrek útaf fyrir sig við þessar aðstæður. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda hefði stjórnin fallið í upphafi bankahrunsins. Stjórnarandstaðan þarf að vera sanngjarnari og hafa trúlegar lausnir á sínum snærum til að geta leyft sér að eyða svona miklum tíma alþingis,  þetta er bara málþóf og það er dýrt á þessum tímum. 

Solla og Geir  fín mynd frá Kjartani Þorbjarnarsyni

solla og geir

.


mbl.is Röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekkert út úr þessar mynd nema útbrunnið fólk sem þarf á áfallahjálp að halda.

Það vita það allir að IMF er að stýra aðgerðum hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Þessir snillingar sem þú heldur svona uppá eru ekki að koma með neinar lausnir sjálf. Þau sitja bara og segja JÁ þegar IMF setur framm skilirðinn.

Svo er ágætt að minnast þess að kona Geirs.H.Horde var í stjórn hjá fyrirtæki sem borgaði stjórnarmeðlimum stórar upphæðir fyrir að fara frá og þegja.

Ég geri ráð fyrir að Geir og kona hans tali samann og að Geir viti því hvað fór fram. Tala hjón annars ekki samann um alla hluti ?

Geir er búinn að vera með skömmustusvip frá því þetta byrjaði allt. Enda í mínum augum ekki bara lélegur forsetisráðherra heldur lygari í þokkabót.

Það vita það líka allir að ef stofnun á við Interpool kæmi og rannsakaði allt dæmið hérna þá myndi þetta land þurfa að setja stórpeninga í fangelsisuppbyggingu. Slík hefur græðginn verið að menn hafa logið til að fela sinn þátt í "ævintýrinu"

Hræðsluáróður bláu handarinnar um stjórnleysi ef boðað er til kosningar er að deyja út.

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hræðsluáróður er ekki það sem ég hafði í huga með þessu innslagi. Það má alveg boða til kosninga mín vegna bara ekki fyrr en ró er kominn á efnahagsmálinn og þær áætlanir sem verið er að hrinda af stað komnar í farveg.  Það er með ólíkindum orðið  hvað almenningur ber litla virðingu fyrir því fólki sem það sjálft hefur kosið til að sitja á alþingi.  Það var borinn upp vantrausttillaga um daginn sem var kolfelld og meira að segja stjórnarandstöðu þingmenn greiddu atkvæði gegn henni samt heldur einhver hópur sem þykist vera  almenningur enn uppi kröfum um kosningar strax. Þó Ingibjörg hafi einhverríman sagt fallegt orð um Jón Ásgeir og þó Geir hafi einhverríman setið í stjórn fyrirtækis sem var illa rekið þýðir það samt ekki að þetta sé óhæft fólk. þetta eru bara einstaklingar sem gera mistök eins og allir aðrir. Það kemur ekkert fyrir þá sem gera ekki neyt.

Guðmundur Jónsson, 20.12.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband