Hvað er að gerast í myntbandalagi Evrópu ?

Hvað er að gerast í myntbandalagi Evrópu ?
Á síðustu mánuðum hefur ESB heimilað útvöldum þjóðum að gefa út sértækar skuldaviðurkenningar í evrum til bjargar fjármálafyrirtækjum. Þetta þýðir í raun að það er verið að fella evruna, til að bjarga illa reknum fyrirtækjum í þessum löndum á kostnað þeirra sem ekki fá útgáfuheimildir. Þannig vill til að þetta eru stærstu lönd ESB  Ítalía, Spánn, Þýskaland og þó ótrúlegt kunni að virðast þá hafa Bretar líka fengið svona heimildir en þeir eru jú með sinn eigin gjaldmiðil Pund, sem er á floti gagnvart Evrunni sem þá er ígildi þess að þeir fá Evrur í jólagjöf frá ESB. Eiginlega er þetta þvílíkt bull að það nær engu tali. Þarna eru stærstu og ríkustu löndin í raun bara að bjarga sér á kostnað hinna sem minna mega sín og þessar ráðstafanir fara einhvernvegin í gegn um Evrópuþingið. Það er eins og þessar minni þjóðir  láti bara leiða sig áfram eins og sauði til slátrunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband