6.1.2009 | 09:33
1000 evrur á haus
Þetta eru samtals 80 G evrur til þýskra eða 1000 evrur á haus, sem er meira en það sem Bretar eru búnir að gera nú þegar,en það er um 800 evrur á haus. Ætli þetta sé bara staðfesting á því sem margir hafa haldið fram að evruhagkerfið stefni síst í minni kreppu en önnur hagkerfi, en sé um það bil ári á eftir. Það sem ég skil ekki er, hvernig geta þessi minni ríki sem eru með evrur eða fast gengi við evrur, liðið að stórveldin séu að skammta sér svona peninga. Írar eru til dæmis farnir að ganga á lífeyrissjóðina sína til að halda bönkunum gangandi. Af hverju fá þeir ekki sömu fyrirgreiðslu og þjóðverjar og Bretar ? er það vegna þess að þeir áttu meiri sjóði eða er þetta bara bara svona eins og lottópottur þar sem björgunarpakkar eru dregnir upp úr hatti öðru hverju. Hvernig getur þetta bara virkað án þess að allt fari í háaloft. ?
Stuðpúði fyrir stærsta hagkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Skammta sér svona peninga" ... eru þetta ekki bara innanlandsaðgerðir? Ég sé ekkert í fréttinni um að Þjóðverjar séu að fá neitt úr sameiginlegum sjóðum.
Hvað sem því líður þá mun kreppan auðvitað ekkert fara framhjá Evrulandi. Það er viðbúið að evran verði ekki jafn spennandi kostur í augum margra hér á landi þegar hún þarf að fara að standa sig í glímu við kreppuna.
Haraldur Hansson, 6.1.2009 kl. 09:57
Þessir svokölluðu björgunarpakkar eru heimildir til útgáfu skuldaviðurkenninga á nýjum evrum. Það er að segja þýska ríkið er að fá að prenta evrur umfram það sem samningar seðlabankanna leifa. Þetta er í raun gengisfelling á evrunni sem er tjón fyrir alla sem eru með evru sem gjaldmiðil nem að sjálfsögðu þessara þýsku fyrirtækja sem Þýska ríkið ætlar að rétta þessa peninga. Ekki ósvipað og þegar gengi krónunnar fellur og laun í landinu lækka sem því nemur en ríkið bætir fyrirtækjum það upp með nýu fé en launþegarnir sitja eftir. Hin löndin í sambandinu eru sporum launþeganna.
Guðmundur Jónsson, 6.1.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.